21.12.2010 | 21:17
Gull
Þessi mynd markar ákveðin tímamót í einu metnaðarfyllsta rannsóknarverkefni í sögu stjarnvísinda.
Hér sést fyrsti spegillinn af átján sem er tilbúinn fyrir James Webb geimsjónaukann, arftaka Hubble geimsjónaukans, sem skotið verður á loft árið 2015. Spegillinn verður 6,5 metra breiður eða 25 fermetrar að flatarmáli. Fyrsti spegillinn hefur nú verið húðaður með örþunnu lagi af afurð sprengistjörnu, gulli.
Af hverju verða speglarnir gullhúðaðir? James Webb geimsjónaukinn er innrauður sjónauki og speglar þeirra eru gullhúðaðir þar sem gullið endurvarpar rauðu ljósi sérstaklega vel. Með gulli endurvarpar spegillinn 98% af því innrauða ljósi sem á hann fellur.
Hægt er að lesa sér betur til um James Webb geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum.
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.