24.1.2011 | 14:28
The Mind - tónlistarmyndband
Valdimar Ágúst og Sigurður Jökull heita tveir ágætir menn sem hafa útbúið þetta fína tónlistarmyndband með tilvitnunum í merka vísindamenn. Innblásturinn er að sjálfsögðu sóttur til Symphony of Science.
Gefum Valdimari orðið:
Ég og vinur minn vorum að klára listaverk sem við höfum verið að vinna að síðastliðna tvo mánuði. Þetta er lag/myndband þar sem við höfum safnað saman setningum frá ýmsum vísindamönnum/heimspekingum, púslað saman í heildstæða sögu og klippt saman við myndskeið sem passa auk tónlistar. Sagan segir í stuttu máli frá tengslum okkar við alheiminn með því að fjalla um eðli heilans/hugans á vísindalegan hátt og tengir okkur við þróun lífs og alheims - tjáir hina vísindalegu heimsmynd á fallegan máta í máli og myndum(og tónlist).
Eðlisfræðingurin Richard Feynman orðaði skort vísinda-listar ágætlega í eftirfarandi setningu:
Is no one inspired by our present picture of the universe? Our poets do not write about it; our artists do not try to portray this remarkable thing. The value of science remains unsung by singers: you are reduced to hearing not a song or poem, but an evening lecture about it. This is not yet a scientific age
Það vantar allavega meira af efni sem að miðlar magnaðri heimsmynd nútíma vísinda á listformi. Þetta listform er nýtt af nálinni (frumkvöðull í þessu fagi, sem að veitti okkur innblástur til að gera þetta er John Boswell með Symphony of Science - en það er auðvelt að gera svona lög þar sem að nóg er af setningum og myndskeiðum á netinu.
Ég óska þeim kumpánum innilega til hamingju með þetta flotta framtak og vona að áframhald verði á.
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.