Mynd vikunnar: Stjörnuborg sem aldrei sefur

potw1105a.jpg

Advanced Camera for Surveys myndavél Hubble geimsjónaukans náđi ţessari mynd af augnabliki í ćvi ţyrilvetrarbrautarinnar IC 391. Massamiklar stjörnuborgir sem ţessi sýnast kyrrar og óbreytanlegar en í raun eru stjörnurnar í henni á stanslausri ferđ og stöđugt í ţróun. Nýjar stjörnur eru sífellt ađ myndast á međan hinar eldri deyja – oft á mikilfenglegan hátt sem sprengistjörnur sem sjá má frá jörđu.

Ţann 3. janúar 2001 fundu stjörnufrćđingar viđ Stjörnustöđina í Peking eina slíka sprengistjörnu í IC 391 og fékk hún nafniđ SN 2001B [1]. Um var ađ rćđa sprengistjörnu af gerđ Ib sem á sér stađ ţegar massamikil stjarna klárar eldsneyti sitt, fellur saman og sendir viđ ţađ frá sér gríđarmikla geislun og öfluga höbbylgju. Međ hjálp Hubblessjónaukans hefur skilningur okkar á sprengistjörnum aukist til mikilla muna undanfarin ár. Hubble hefur líka gert viđamiklar rannsóknir á sprengistjörnunni 1987A (heic0704), björtustu sprengistjörnu sem sést hefur frá jörđinni í 400 ár.

IC 391 er í um 80 milljón ljósára fjarlćgđ í stjörnumerkinu Gíraffanum, hátt í norđri á himinhvelfingunni. Breski áhugamađurinn William Denning uppgötvađi vetrarbrautina á seinni hluta átjándu aldar og lýsir fyrirbćrinu sem mjög daufu, smáu og kringlóttu.

Myndin var sett saman úr ljósmyndum sem teknar voru međ Advanced Camera for Surveys á Hubble geimsjónaukanum. Myndir teknar í gegnum bláa síu voru litađar bláar, grćnar í gegnum grćna síu og rauđar í gegnum nćr-innrauđa síu. Lýsingartímar í gegnum hverja síu voru 800 sekúndur, 700 sekúndur og 700 sekúndur. Myndin ţekur 2,1 x 1,4 bogamínútur af himinhvelfingunni.

Mynd vikunnar kemur frá ESA/Hubble & NASA

Tengt efni

Skýringar

  1. Sprengistjörnur eru nefndar eftir ártali og bókstaf eftir ţví hvenćr sprengingin varđ á árinu. SN 2001B gefur ţví til kynna ađ ţetta sé önnur sprengistjarnan sem sást frá jörđinni áriđ 2001

 

 - Tryggvi Kristmar Tryggvason

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband