1.3.2011 | 08:58
ALMA loftnetin hlið við hlið
ALMA loftnetin þurfa að þola harðneskjulegt umhverfi Chajnantor hásléttunnar í Andesfjöllunum í Chile. Í 5.000 metra hæð verða loftnetin, sem í heild verða 66 talsins þegar upp er staðið, að standast öfluga vinda, sterkt sólarljós og umtalsverðar hitasveiflur. Hitastigið getur sveiflast um 40 gráður á Celsíus og farið langt undir frostmark. Stundum snjóar jafnvel eins og sést í rykugu eyðimerkurlandslaginu í bakgrunni.
Ysta lag lofnetanna er um 1,5 millímetra þykkt nikkellag húðað sérstakri ródíumhúð sem er aðeins 200 nm þykkt. Þessi ródíumhúð veitir mjög góða vörn gegn umhverfisaðstæðunum og dregur líka úr hitagleypni loftnetanna en það er nauðsynlegt því varmaþensla loftnetanna getur haft talsverð áhrif á nákvæmni mælinga.
Hægt er að lesa sér betur til um ALMA á íslensku á vefsíðu European Southern Observatory (ESO).
Mynd: ESO/José Francisco Salgado (josefrancisco.org)
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.