Stjarnvísindi og list

José Francisco Salgado er bandarískur stjörnufræðingur sem starfar hjá Adler stjörnuverinu í Chicago. Hann er líka listamaður sem ferðast milli stjörnustöðva um heim allan og tekur glæsilegar ljósmyndir af sjónaukunum og næturhimninum í bakgrunni. Ég var svo heppinn að hitta Salgado í Suður-Afríku á síðasta ári og fékk að fylgjast með honum taka myndir. Þetta er hressilega vinna hjá honum en afraksturinn glæsilegur. 

Hann og tónlistarmaðurinn Tom Bailey hafa síðustu misseri útbúið listaverk af himinhvolfinu með tónlist Baileys og ljósmyndum Salgados. Í maí á þessu ári verður kvikmynd þeirra félaga sýnd í Adler Planetarium. Myndin heitir Sidereal Motion:

 

Markmið þeirra er að miðla vísindum í gegnum list og veita fólki innblástur til þess að fræðast meira um alheiminn.

Hér undir er annað myndskeið frá Salgado af ALMA loftnetinum sem var viðfangsefni síðustu bloggfærslu. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta alveg ótrúlega flott.

 

Hægt er að lesa sér aðeins meira til um þetta verkefni hér.

----

Reikistjarna í mótun?

Með hjálp Very Large Telescope ESO hefur alþjóðlegum hópi stjarnfræðinga tekist að rannsaka skammlífa efnisskífu sem umlykur unga stjörnu og er á fyrstu stigum þess ferlis að mynda sólkerfi. Hugsanlegt er að í fyrsta sinn hafi mönnum tekist að greina lítinn fylgihnött sem gæti átt sök á stórri geil í skífunni. Frekari rannsóknir munu skera úr um hvort fylgihnötturinn er reikistjarna eða brúnn dvergur.

Sjá nánar hér http://www.eso.org/public/iceland/news/eso1106/

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega flott myndataka

Þór Fannar (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband