Stjörnukort fyrir marsmánuð

Við höfum útbúið stjörnukort fyrir mars ásamt leiðarvísi fyrir byrjendur í stjörnuskoðun. Í marsmánuði eru Tvíburarnir og Ljónið áberandi á kvöldin og reikistjarnan Satúrnus byrjar að sjást á kvöldhimninum.  

stjörnuskoðun í mars 

Við höfum ákveðið að gefa myndbandi um stjörnuskoðun mánaðarins frí þangað til í haust. Vonum nú að tíðin batni svo við förum að sjá til stjarna!

-Sverrir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Æji, farinn að hlakka til myndbandsins - skil þetta samt vel, líklega frekar tímafrekt.

Er einhvers staðar hægt að komast í sambærileg myndbönd með fróðleik um stjörnuskoðun?

P.S. takk fyrir frábært starf, þið eruð svo sannarlega að standa ykkur í að auka áhuga landans á raunvísindum :)

Höskuldur Búi Jónsson, 2.3.2011 kl. 07:59

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Sæll.

Gaman að heyra þetta en að sama skapi leitt að geta ekki klárað myndbandið núna sökum anna.

Fyrirmyndin að stjörnuskoðun mánaðarins fyrir Ísland er sótt á vefsíðu Hubble sjónaukans: http://hubblesite.org/explore_astronomy/tonights_sky/

Flest fyrirbærin sem koma þarna fyrir sjást einnig frá Íslandi. 

Kv. Sverrir

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 2.3.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband