Falleg rykug vetrarbraut og dreifingu sjónauka lokið

eso1107a.jpg

Hárfín smáatriði í þyrilþokunni NGC 247 og ríkulegur bakgrunnur hennar sjást á þessari mynd sem tekin var með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum í stjörnustöð ESO í La Silla í Chile. Vetrarbrautin hallar töluvert sem að sögn stjörnufræðinga skýrir hvers vegna fjarlægðin til hennar var lengi vel ofmetin.

Meira á vefsíðu ESO http://www.eso.org/public/iceland/news/eso1107/

----

Allir skólar eiga nú stjörnusjónauka

Árið 2010 ákváðu Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn að færa öllum skólum á Íslandi stjörnusjónauka að gjöf. Fyrstu sjónaukarnir voru afhentir með viðhöfn í Setbergsskóla í Hafnarfirði í september 2010 en síðan hafa umsjónarmenn Stjörnufræðivefsins heimsótt um 150 skóla og afhent sjónaukana persónulega eins víða og hægt var. Dreifingu sjónaukanna er nú formlega lokið og eiga því allir grunn- og framhaldsskólar á Íslandi stjörnusjónauka.

Meira á Stjörnufræðivefnum http://www.stjornuskodun.is/frettir/nr/351

----

Stjörnufræðivefurinn á samfélagsvefjum

Stjörnufræðivefurinn er á ýmsum samfélagsvefjum. Við viljum minna á okkur á:

Þið getið fylgst með okkur þarna og við að sjálfsögðu með ykkur á móti!

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband