29.3.2011 | 10:29
ALMA: Betri sem ein heild
Þegar smíði Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) lýkur verður loftnetunum 66 dreift yfir allt að 16 km breitt svæði á Chajnantor hásléttunni í Andesfjöllum Chile. Þar munu þau öll starfa sem ein heild og mynda það sem kallast víxlmælir. Þannig verður ALMA mjög öflugur risasjónauki, jafnstór svæðinu sem loftnetin dreifast um.
Loftnetin 66 eru ekki öll eins. Meginuppistaðan er fimmtíu 12 metra loftnet en tólf smærri 7 metra og fjögur önnur 12 metra stuðningsloftnet mynda aðra röð sem kallast Atacama Compact Array (ACA). ACA loftnetinu eru í smíðum hjá Mitsubishi fyrirtækinu í Japan (MELCO). Þrjú þeirra sjást á þessari mynd sem tekin var við stjórnstöð ALMA. Þarna, í 2.900 metra hæð, eru loftnetin sett saman í 2.900 metra hæð en síðan er þeim ekið 28 km vegalengd upp á hina 5.000 metra háu Chajnantor sléttuna.
Vinstra megin sést eitt 7 metra loftnetið augljóslega smærra en hin tvö sem bæði eru 12 metrar í þvermál. Eins og sjá má eru þau örlítið ólík. Hægra loftnetið var frumgerð sem notað var til prófana á fyrstu stigum verkefnisins en hefur síðan verið endursmíðað. Loftnetunum verður svo öllum komið fyrir á Chajnantor sléttunni þegar yfir lýkur.
Hægt er að lesa sér betur til um ALMA á íslensku á vefsíðu European Southern Observatory (ESO).
Mynd: ESO/José Francisco Salgado (josefrancisco.org)
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.