Brú milli sjónauka og vetrarbrauta

potw1114a.jpg

Langt inni í Atacamaeyðimörk Chile, fjarri öllum borgarljósum og öðrum truflunum frá mannfólkinu, er kyrrlátur stjörnuhiminn sem á fáa sína líka í heiminum. Hér er Very Large Telescope European Southern Observatory staðsettur, fullkomnasta stjörnustöð heims.

Á þessari fallegu panoramamynd sjást Stóra- og Litla-Magellanskýið — fylgivetrarbrautir okkar eigin vetrarbrautar — vinstra megin og einn VLT sjónaukanna hægra megin. Vetrarbrautarslæðan brúar bilið milli þeirra. Hverja nótt rýna stjörnufræðingar ESO upp í þenna ægifagra himin og reyna að átta sig á leyndardómum hans.

Myndina tók Hvít-Rússinn Yuri Beletsky. Hann er stjörnufræðingur sem starfar í Chile en nýtir frítímann til að sinna áhugamáli sínu sem er að ljósmynda himininn yfir Atacamaeyðimörkinni. Þannig deilir hann fegurðinni með öðrum.

Tenglar

Mynd: ESO/Y. Beletsky

---

Við viljum einnig vekja athygli á


 

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband