25.4.2011 | 11:59
Grænt leiftur við tunglsetur
Á Cerro Paranal, 2.600 metra háu fjalli í Atacamaeyðimörkinni í Chile sem geymir Very Large Telescope ESO, eru aðstæður í lofthjúpnum svo framúrskarandi að atburðir eins og grænt leiftur á sólinni við sólsetur er harla algengt sjónarspil. Öllu sjaldgæfara er að verða vitni að grænu leiftri á tunglinu þegar það gengur til viðar. Ljósmyndari ESO, Gerhard Hüdepohl, náði nýverið þessari frábæru mynd, sem er líklega sú besta sem til er af þessu sjaldgæfa fyrirbæri. Myndina tók hann árla morguns frá Residencia hótelinu í Paranal.
Þessu valda hyllingar sem magna ljósbrot í lofthjúpi jarðar. Lofthjúpur jarðar beygir og brýtur ljós ekki ósvipað stóru prisma. Áhrifin eru meiri í lægri og þéttari lögum lofthjúpsins svo ljósgeislar frá sólinni eða tunglinu brotna örlítið í stefnu niðurávið. Stuttar bylgjulengdir ljóss brotna meira en lengri bylgjulengdir svo grænt ljós frá sólinni og tunglinu sýnast berast okkur örlítið hærra en appelsínugult og rautt ljós. Við kjöraðstæður sést dauft grænt leiftur við efri brún sól- eða tunglskífunnar þegar þessi hnettir setjast.
Mynd: ESO/G. Hüdepohl (atacamaphoto.com)
----
Við viljum einnig beina athygli ykkar að
- Mynd vikunnar: Lítil en fullkomlega löguð dvergvetrarbraut http://www.stjornuskodun.is/mynd-vikunnar/nr/396
- Vetrarbrautarós í tilefni 21 árs afmælis Hubblessjónaukans http://www.stjornuskodun.is/frettir/nr/394
- Vetrarbrautatvíeyki í ójafnvægi http://www.eso.org/public/iceland/news/eso1114/
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.