Gravity Probe B sýndi fram á tvenns konar áhrif

Tilraunin með Gravity Probe B sýndi fram á tvenns konar áhrif: 1) Massi jarðar sveigir tímarúmið og 2) snúningur jarðar veldur því að hún dregur tímarúmið með sér og vindur upp á það.

Á vefsíðu gervihnattarins 6 hreyfimyndir sem útskýra tilraunina sem fengu bronsverðlaun fyrir framsetningu á Telly-verðlaunahátíðinni 2008: http://einstein.stanford.edu/highlights/news-fall-2008.html

Einnig er þar að finna er að finna 26 mínútna fræðslumynd sem segir frá tilrauninni og setur hana í samhengi við afstæðiskenningu Einsteins: http://einstein.stanford.edu/Media/Testing_Einsteins_Universe-Flash.html 

-Sverrir 


mbl.is Einstein hafði á réttu að standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

ég er kannski svona vitlaus.  en er til einhver orð til að lísa þessu á mannamáli? :))

ég bar skil ekki fréttina.  en ég hef áhugan fyrir hendi allavega :/

el-Toro, 8.5.2011 kl. 00:49

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Samkvæmt afstæðiskenningunni eru tími og rúm samofinn og mynda fjórvítt rúm sem nefnist tímarúm. Þú þekkir rúmvíddirnar þrjár vel því þú upplifir þær á hverjum degi: (1) hægri/vinstri, (2) fram/aftur, (3) upp/niður. Fjórða víddin er svo sjálfur tíminn sem af einhverjum ástæðum líður áfram en ekki aftur á bak.

Hugsaðu þér að þú ætlir að hitta vin þin á annarri hæð húss einhvers staðar í Reykjavík. Þú þarft að hafa upplýsingar um allar víddirnar fjórar til að geta hitt hann á réttum stað og á réttum tíma; þú þarft að vita hvort þú átt að fara til hægri eða vinstri, fram eða aftur, upp eða niður og klukkan hvað (tíminn).

Jörðin, og allir hlutir sem hafa massa, hafa áhrif á þetta tímarúm með þyngd sinni. Þeir sveigja það — mynda dæld í því — alveg eins og ef þú sveigðir dúk trampólíns með þyngd þinni ef þú stæðir á því. Samkvæmt Einstein er þyngdarkrafturinn einfaldlega hreyfing hluta eftir sveigðum línum vegna dældarinnar sem massamiklir hlutir mynda á tímarúminu.

Jörðin okkar snýst um sjálfa sig. Hún er ekki stöðug og vindur upp á þetta tímarúm með snúningi sínum. Ímyndaðu þér ef þú snerist og vindir þess vegna upp á dúkinn á trampólíninu.

Þetta er eitt þeirra atriða sem afstæðiskenningin spáir fyrir um. Út frá massa jarðar er hægt að reikna út hve mikil áhrif jörðin hefur á tímarúmið og hve mikið hún vindur upp á það. En svo þarf að staðfesta útreikningana með tilraun og tilraunin var Gravity Probe B sem staðfesti útreikningana og spá afstæðiskenningarinnar.

Vísindin eins og þau gerast best!

Vona að þetta útskýri eitthvað aðeins betur.

Með bestu kveðjum
Sævar Helgi

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 8.5.2011 kl. 08:05

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er einn af þeim sem er mikið búinn að pæla í þessu sem amatör. Ég er vanur að teikna í 3D með tímalínur og forrita með tímarennsli í huga. Í raunveruleikanum þá er ég á því að það sé bara til einn tími sem er nútími (present), en massi og hreyfing getur haft áhrif á upplifun hvort tími líður hratt eða hægt.

Sumarliði Einar Daðason, 8.5.2011 kl. 19:33

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Við lifum í nútímanum auðvitað en þegar við horfum út í geiminn sjáum við hann alltaf eins og hann leit út í fortíðinni vegna þess að fyrirbærin eru svo langt í burtu að ljósið er langan tíma að berast til okkar frá þeim. Afstæðiskenningin segir hings vegar að tíminn líði hægar eftir því sem þú ferðast hraðar en á sama tíma eykst líka massinn, skv. afstæðiskenningunni. Ef þú værir í geimfari sem ferðaðist á næstum því ljóshraða liði tíminn hjá þér hægar miðað við mann á jörðinni. Segjum sem svo að þú ferðaðist inn að miðju Vetrarbrautarinnar. Ferðalagið tæki næstum 30.000 ár miðað við mann á jörðinni en þú hefðir kannski upplifað ferðalagið sem tíu ár (hef ekki reiknað það út svo þessi tala er út í bláinn).

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.5.2011 kl. 10:21

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Enn og aftur verð ég að leggja áherslu á fáfræði mína í þessu. Ljósið sem við sjáum úr geimnum er álitið gamalt. Það sem við sjáum núna gerðist fyrir X-löngum tíma. Þegar ljósið bjagast á leið til okkar (sbr. frétt) þá er talað um að tímarúmið bjagist. Með sömu rökum má segja að maður breytir tímanum með því að breyta stefnu ljóss með spegli eða kljúfa með prisma.

Ég er hrifinn af afstæðiskenningu Einsteins sem er lauslega að það sem við byggjum þekkingu okkar á og rannsóknir er ekki endilega rétt - allt er afstætt.

Eftir því sem ég best veit þá höfum við ekki tækni eða þekkingu til þess að sannreyna hraða ljóss. Því er heimurinn eins og við þekkjum hann jafnvel byggður á misskilningi. Kannski er sólkerfið helmingi minna eða tvöfalt stærra. Stærðfræði er bara okkar tækni og aðferð til þess að skilgreina hlutina, bæði veröldina sem við þekkjum og sem við þekkjum ekki.

Ég er sérstaklega hrifinn af dæminu þar sem löng lest ferðast um á ljóshraða og þú ferð úr aftasta vagninum í þann fremsta. Ertu kominn aftur í tímann? Fram í tímann? Ef þú ert í hylki sem ver þig gegn öllum massa og hreyfingu, ertu þá að upplifa sama tíma og sá sem er ekki í lestinni og er kyrrstæður miðað við upphafspunkt?

Ps. ég set þetta hérna inn því mér finnst ekkert skemmtilegra en ólíkt fólk taki þátt í umræðu og velti svona hlutum fyrir sér. Það eina sem við gerum er að stytta TÍMANN eða ljósið ;-)

Sumarliði Einar Daðason, 11.5.2011 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband