Lífið í stjörnustöðinni á Paranal

Stjörnufræðingar reisa stjörnustöðvar sínar á mörgum af hrjóstrugustu stöðum heims. Á Cerro Paranal, 2500 metra háu fjalli í norðanverðri Atacameyðimörkinni í Chile, er Very Large Telescope, öflugasta stjörnustöð heims. Þar býr og starfar fjöldi fólks. 

Í þessu myndskeiði frá ESO sést hvernig lífið er í stjörnustöðinni. Flytja þarf eldsneyti og vatn langar leiðir á staðinn svo hægt sé að búa og lifa þarna. 

Ég hef aldrei heimsótt Paranal en komið á þessar slóðir í Chile. Eyðimörkin er mögnuð og ótrúlegt til þess að hugsa að hátæknileg vísindastöð sé staðsett þarna. Segja má að þarna fari fram rekstur lítils þorps.

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Gíslason

svakalega væri ég til í að eyða einni nótt þarna þó ég væri með engan kíkir meðferðis

Jónatan Gíslason, 18.5.2011 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband