30.5.2011 | 10:07
Evrópsku ALMA loftnetin í smíðum
Í þjónustumiðstöð Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA), í 2.900 metra hæð í Andesfjöllunum í norður Chile, eru loftnet sjónaukans sett saman og prófuð. Á þessari mynd sjást sjö af þeim 25 loftnetum sem Evrópa leggur til verkefnisins. Þarna glittir líka í móttakara og grunn annars lofnets sem verður sett saman næst. Hvert loftnet hefur 12 metra breiðan disk og vegur um 95 tonn.
Þegar loftnetin eru samsett og tilbúin eru þau flutt yfir á tæknisvæði sem sjá má í bakgrunni. Þar er öðrum kerfum stjörnustöðvarinnar komið fyrir í loftnetin. Eftir ítarlegar prófanir eru þau síðan flutt 28 km vegalengd frá þjónustumiðstöðinni upp á Chajnantor sléttuna, sem er í 5000 metra hæð, þar sem þeim er komið fyrir og eru tilbúin að berja alheiminn augum.
Á myndinni glittir líka í tvo skærgula flutningabíla ALMA. Þessir bílar eru engin smásmíð og flytja loftnetin upp á sléttuna. Í fjarska ber snævi þakta tinda Andesfjallanna við himinn. Mest áberandi er eldkeila Licancabur sem er 5.920 metra hátt.
Mynd: ALMA (ESO/NAOJ/NRAO), W. Garnier (ALMA). Þakkir: General Dynamics C4 Systems
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.