7.6.2011 | 21:58
Magnað sólgos
Þetta var óhemju tignarlegur sólblossi eins og sjá má á mynd Solar Dynamics Observatory:
Þetta er M2 sólblossi sem er í meðallagi öflugur. Aðeins X-blossar eru stærri. Blossanum fylgdi mikil kórónuskvetta (kórónugos) sem þaut út frá sólinni en féll aftur niður á hana eins og rafgasregn. Það er magnað að skoða eftirfarandi myndskeið og sjá höggbylgjuna berast yfir sólina frá sprengingunni:
Sólin er að vakna af værum blundi og megum við því eiga von á fleiri og öflugri blossum næstu misserin. Það er gaman að skoða sólina með sólarsjónauka þessa dagana eins og nemendur í Háskóla unga fólksins fá að kynnast.
Hægt er að lesa sér betur til um sólbossa, kórónuskvettur og sólina á Stjörnufræðivefnum.
- Sævar
Sólgos gæti valdið truflunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Athugasemdir
Þessi myndbönd hljóta að vera hraðspóluð ekki satt? Hversu mikið þó? Hvað spannar þetta myndband langt tímabil?
Birkir (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 23:04
Jú, fyrra myndskeiðið er frá klukkan 6 til 9 um morguninn en seinna myndskeiðið er frá klukka 05:30 til 8:29
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 7.6.2011 kl. 23:14
Mikil norðurljós væntanleg í dag:
Mikil ljósmengun frá sólinni skemmir þó fyrir :-)
Spá: http://www.gi.alaska.edu/AuroraForecast/3
Extreme: 0 1 2 3 4 [5] 6 7 8 9
Forecast: Auroral activity will be high. Weather permitting, highly active auroral displays will be visible overhead from Tromsø, Norway to as far south as Sundsvall, Sweden and Arkhangelsk, Russia, visible low on the horizon from Edinburgh and Valga, Estonia.
Forecaster Comments: An event on the Sun occurred on the 7th of June. Prompt arrival of high speed particles has already affected the atmosphere. Our model indicates that the shock wave will reach Earth on the 8th of June around 5pm GMT. This will be followed by a disturbance in the solar wind that should produce fairly extensive auroral displays within 24 hr after that time.
For the Northern Hemisphere, the aurora should be visible mainly in North America, since the sun is illuminating most of the auroral zone in Russia and Scandinavia. If the timing is right, the disturbance will lead to auroras visible from the Northern US on the night of the 8th.
Antarctica will see the display even beginning with the shock arrival on the 8th. For Tasmania and Southern New Zealand it will be the 9th.
It is difficult to predict what the K index will be during night of the 8th in North America, but it is reasonable to expect K=6 which would put the aurora over Milwaukee, and visible on the northern horizon on a line from Portland Ore, southern Nebraska, southern Indiana, to Washington, DC.
Go to the auroral forecast page at: http://www.gi.alaska.edu/AuroraForecast
and watch the Short Term (1 hr) forecast. It will increase when the arrival of the disturbance is one hour away. It will also show you whether you can see the aurora from your vantage point, if you choose the map that shows your location.
If you are north of 55 deg latitude, it may be too light to see the aurora at night. Let us know of your success or failure and we will amend the section on the auroral forecast page called "Viewing the aurora in the Northern Summer".
Forecasted by Charles Deehr
Time of Prediction: Tuesday, June 7
Ágúst H Bjarnason, 9.6.2011 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.