Meira um Rósettu

Rósetta hefur nú siglt lygnan sjó um geiminn í sjö ár á langri leið sinni til halastjörnunnar Churyumov-Gerasimenko. Með í för er lítið lendingarfar en þetta er í fyrsta sinn sem tilraun verður gerð til að lenda á halastjörnu.

Rosetta geimfarið er nefnt eftir Rosetta steininum sem franskir hermenn úr her Napóleóns fundu nærri bænum el-Rashid (Rosetta) í Egiptalandi árið 1799. Steinninn rataði í hendur Breta árið 1801 og lék lykilhlutverk þegar Frakkanum Jean-François Champollion tókst að ráða í fornegipska letrið híeróglýfur. Um leið opnaðist okkur hulin menning fornegipta. Á sama hátt vonast menn til að Rosetta geimfarið hjálpi mönnum að ráða í leyndardóminn um uppruna sólkerfisins. Lendingarfarið er nefnt Philae, eftir eyju í ánni Níl, þar sem broddsúla fannst sem hjálpaði mönnum að leysa ráðgátu Rosetta steinsins.

Rosetta flaug fyrst framhjá jörðinni í mars 2005, ári eftir að því var skotið á loft. Í febrúar 2007 heimsótti Rosetta Mars og gerði nokkrar rannsóknir á rauðu reikistjörnunni úr aðeins 200 km hæð. Geimfarið flaug bak við Mars frá jörðu séð og var því sambandslaust í um 37 mínútur.

rosetta_mars.jpg

Stórkostlegt útsýni! Ljósmynd sem Philae lendingarfarið tók þegar Rosetta flaug framhjá Mars. Mynd: ESA.

Í nóvember 2007 flaug Rosetta aftur framhjá jörðinni og hélt svo út í smástirnabeltið. Þann 5. september 2008 lá leiðin framhjá smástirninu 2867 Steins. Myndir voru teknar af demantslaga smástirninu úr aðeins 800 km fjarlægð. Þriðja og síðasta flugið framhjá jörðinni fór fram þann 12. nóvember 2009.

rosetta_steins_framhjaflug.jpg

Smástirnið Steins séð með augum Rosetta geimfarsins. Mynd: ESA.

Þann 10. júlí átti Rosetta stefnumót við smástirnið Lútesíu í um 3200 km fjarlægð og bloggaði undirritaður um það á sínum tíma.

rosetta_lutetia_globe_lg_1090093.png

Halastjörnur eru ótrúlega áhugaverð fyrirbæri. Ég get varla beðið eftir fyrstu myndunum frá Rósettu af viðfangsefni sínu og niðurstöðum rannsóknanna.

Hægt er að lesa sér betur til á Stjörnufræðivefnum

- Sævar


mbl.is Geimdvali Rósettu varir í tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband