13.6.2011 | 10:28
Tunglskinið varpar skuggum
Gianluca Lombardi, ljósmyndari ESO, tók þessa 30 sekúndna ljósmynd af sjálfum sér við Very Large Telescope (VLT) ESO á Cerro Paranal sem er 2.600 metra hátt fjall í Atacamaeyðimörkinni í Chile, einum þurrasta stað jarðar. Aðstæður á Paranal eru svo framúrskarandi að á heiðskírri tunglskinslausri nóttu varpar sjálf vetrarbrautarslæðan skuggum.
Á þessari mynd er tunglið hins vegar á lofti, lýsir upp umhverfið og varpar skuggum. Tunglið er við það að síga á bak við VLT sjónauka fjögur sem nefnist Yepun. Hinir þrír nefnast Antu, Kueyen og Melipal, allt nöfn sem tengjast fyrirbærum himins á tungumáli Mapuche sem er hópur innfæddra Chilemanna. Fyrir framan Antu, vinstra megin á myndinni, sést einn fjögurra 1,8 metra hjálparsjónauka og þekkist á hvítu hvolfþakinu.
Mynd: ESO/G. Lombardi
Tengt efni:
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.