Sólskoðun 17. júní í Reykjavík og á Akureyri

Sólin okkar er magnað fyrirbæri og enn svo ótalmargt sem við eigum ólært um stjörnuna okkar.

Í þessari rannsókn koma sönnunargögn úr þremur mismunandi áttum (sem er sannfærandi) sem benda til þess að næsta sólblettasveifla verði mun veikari en venjulega. Það þýðir að ef til vill verður ekki jafn mikið um öflug sólgos eins og búist var við, sem eru góðar fréttir fyrir gervitunglin okkar og viðkvæm rafveitukerfi. Þetta gæti líka (gæti er lykilorðið) haft þau áhrif að það hægi pínulítið á hlýnun jarðar þótt það sé allsendis óljóst. Þetta gæti líka haft engin áhrif á loftslagið.

Í nýrri grein eftir Jay Pasachoff og Alan MacRobert, sem birtist nú rétt í þessu á vef Sky and Telescope tímaritsins (besta umfjöllun sem ég hef lesið um þetta), kemur eftirfarandi fram:

Then there's the perennial question of whether solar activity affects Earth's climate. The Maunder Minimum corresponded to the "Little Ice Age" of below-normal temperatures. So, could a long-duration quiet Sun slow global warming?

Hill said that he is "an agnostic" on whether solar activity can influence temperatures on Earth. "I have not seen enough evidence to know either way," he said. "But if Cycle 25 does not occur, we will have a spendid opportunity to find that out."

Penn agreed that it would be an "excellent opportunity" for research. Altrock did not have an opinion on any possible climate effects, nor did Livingston.

Pasachoff er einn fremsti sérfræðingur heims í sólinni. Hann var staddur hér á landi í upphafi mánaðarins til að fylgjast með nýafstaðnum deildarmyrkva á sólu. Pasachoff hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum okkar og fleiri aðila og var þá spurður út í áhrif sólar á loftslagið. Í stuttu máli sagt sagði hann að sólin væri ekki sökudólgurinn. Sólin á ekki sök á þeirri hnattrænu hlýnun sem mælist í dag.

----

Sólskoðun 17. júní í Reykjavík og á Akureyri

En hvað um það. Þér gefst nú tækifæri til að skoða sólina okkar með berum augum með öruggum hætti því Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn bjóða gestum og gangandi upp á sólskoðun sunnan við útitaflið við Lækjargötu (við styttuna af sr. Friðriki Friðrikssyni), þjóðhátíðardaginn 17. júní 2011. Þar getur þú fengið að sjá sólgos, sólbletti og ýmislegt annað sem einkennir stjörnuna okkar, ef veður leyfir. 

Sólskoðunin hefst klukkan 13:30 föstudaginn 17. júní og stendur yfir til klukkan 16:30. Allt veltur þetta þó á veðri.

Systurfélagið fyrir norðan, Stjörnu-Oddafélagið, ætlar einnig að standa fyrir sólskoðun við Menntaskólann á Akureyri á útskriftardaginn 17. júní, ef veður leyfir.

Allir hjartanlega velkomnir!

----

Sem betur fer er sólin okkar frekar lítil stjarna sem endar ævi sína fremur rólega, einhvern veginn svona:

potw1124a_1091238.jpg

Þetta er frumhringþoka sem hægt er að lesa sér betur til um hér http://www.stjornuskodun.is/mynd-vikunnar/nr/434

Væri sólin okkar að minnsta kosti 8 sinnum þyngri myndi hún enda ævi sína með látum, einhvern vegin svona:

stj1109a.jpg

Þetta er leif stjörnu sem sást springa árið 1987. Stjörnufræðingar hafa nýlega komist að því að leifin er að lýsast upp. Nánar um það hér http://www.stjornuskodun.is/frettir/nr/436

- Sævar


mbl.is Sólin vekur furðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband