15.6.2011 | 13:14
Næstu almyrkvar á tungli
Íbúar víða um lönd eiga von á fallegu sjónarspili í kvöld, rétt eins og við sem sáum fallegan og eftirminnilegan almyrkva 21. desember síðastliðinn. Myrkvinn sést því miður ekki frá Íslandi, enda bjart allan sólarhringinn, og deilum við þeim örlögum með vinum okkar í Norður Ameríku.
Myrkvinn 10. desember næstkomandi hefst þegar enn er dagsbirta á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands fyrir árið 2011 er tunglið almyrkvað milli klukkan 14:06-14:58 og kemur upp undir lokin austast á landinu. Því mega íbúar Austurlands eiga von á að sjá almyrkvað tungl rísa upp fyrir sjóndeildarhringinn þennan desemberdag. Í Reykjavík kemur tunglið upp við sólsetur en er þá ekki lengur myrkvað. Hins vegar verður hægt að fylgjast með alskugganum færast yfir tunglið til klukkan 16:18.
Næst sést almyrkvi frá upphafi til enda frá Íslandi ekki fyrr en 28. september árið 2015. Tunglið verður þá reyndar almyrkvað um miðja nótt. Árið 2015 verður annars mjög gott myrkvaár því þann 15. mars það verður almyrkvi á sólu, rétt fyrir utan austurströnd landsins. Tungl verður almyrkvað í Færeyjum og Svalbarða en frá Íslandi verður deildarmyrkvi. Frá Reykjavík séð mun tunglið hylja 97% af þvermáli sólar, eins og lesa má um á vef Almanaksins.
----
Við minnum á sólskoðun á þjóðhátíðardaginn 17. júní ef veður leyfir. Sjá tilkynningu http://www.stjornuskodun.is/tilkynningar/nr/435
Allir hjartanlega velkomnir!
- Sævar
![]() |
Almyrkvi á tungli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.