Blóðrautt tungl yfir höfuðstöðvum ESO

potw1125a.jpg

Miðvikudagskvöldið 15. júní 2011 var blóðrautt almyrkvað tungl á kvöldhimninum víða um heim. Þessi fallega mynd var tekin við höfuðstöðvar European Southern Observatory í Garching, nærri Munchen í Þýskalandi.

Almyrkvar á tungli verða aðeins þegar tungl, jörð og sól eru í beinni línu. Þegar tunglið gengur allt inn í skuggann sem jörðin varpar út í geiminn verður almyrkvi. Almyrkvar á tungli verða því aðeins þegar tungl er fullt.

Tunglið hverfur þó ekki alveg í almyrkvum heldur er blóðrautt á himninum. Ljós frá sólinni berst í gegnum efstu lög lofthjúps jarðar, brýtur það og beinir til tunglsins — sömu áhrif valda því að sólarupprás og sólsetur eru rauð.

Tunglmyrkvinn þetta miðvikudagskvöld var lengsti almyrkvi í meira en áratug. Tunglið var þá almyrkvað í næstum tvær klukkustundir. Seinast varð svo langur myrkvi árið 2000 en næst árið 2018 þótt sá myrkvi muni því miður ekki sjást vel frá Íslandi.

Höfuðstöðvar ESO í Garching í Þýskalandi eru vísinda- og tæknimiðstöð ESO. Þar leggja stjörnufræðingar frá öllum heimshornum stund á rannsóknir sínar.

Áhugasamir geta skoðað ársskýrslu samtakanna hér (fróðleg lesning fyrir okkur sem eru djúpt sokkin í stjarnvísindin).

Mynd: ESO/H. Heyer (potw1125a)

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband