Magnađar myndir af Tycho

Ţegar tungliđ er á lofti er hćgt ađ sjá áberandi gíg á suđurhveli tunglsins sem heitir Tycho. Út frá honum liggja bjartar rákir sem eru efnisslettur frá ţví ţegar gígurinn varđ til fyrir ađeins um 110 milljónum ára (kannski risaeđlurnar hafi orđiđ vitni ađ árekstrinum). Ţetta sést enn betur í gegnum handsjónauka eđa stjörnusjónauka.

Tycho er um ţađ bil 86 km í ţvermál og 4,8 km djúpur. Í miđju hans er 2 km hár tindur sem varđ til ţegar efni kastađist upp á viđ í árekstrinum og féll aftur niđur í gíginn.

Ţann 10. júní síđastliđinn tók Lunar Reconnaissance Orbiter geimfar NASA glćsilegar myndir af Tycho viđ sólarupprás. 

tycho-midtindur.png

Tindurinn í miđju Tycho. Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University.

tycho_cpeak_oblique.png

Nćrmynd af tindinum. Bjargiđ á miđri mynd er 120 metrar í ţvermál. Myndin sjálf sýnir 1200 metra vítt svćđi. Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University.

Á gígbotninum eru glögg merki um hamfarirnar sem ţarna urđu fyrir 110 milljónum ára. Gígbotninn er ţakinn hnullungum, grjóti og árekstrarbráđ. Árekstrarbráđin verđur til viđ ţann gríđarlega hita sem myndast viđ stóra árekstra. Ţetta hitastig getur veriđ mun hćrra en hitastig kviku. Bráđin myndar ýmis sérkennileg mynstur, til dćmis tiglamynstur, sem verđa til ţegar bráđin storknar.

tycho-gigbotn.png

Gígbotn Tycho. Svćđiđ sem hér sést er um 500 metra breitt. Mynd: NASA/GSFC/Arizona State University.

Ég segi nú bara vá!

- Sćvar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband