Hjálparsjónauki VLT og Cerro Armazones

potw1127a_1095664.jpg

Gianluca Lombardi, einn af ljósmyndurum ESO, var vel réttur maður á réttum stað til að ná þessari skörpu mynd af einum af hjálparsjónaukunum á Cerro Paranal. Um leið og sólin gengur til viðar fyllist heiðskír eyðimerkurhiminninn í Chile af stjörnum og hjálparsjónaukinn tekur til starfa. Í bakgrunni, vinstra megin, er tindur Cerro Armazones og vegur sem gengur sikksakk upp fjallið. Þar verður hinn fyrirhugaði European Extremely Large Telescope byggður. Á tindinum glittir í tæki sem notuð eru til rannsaka aðstæður á fjallinu. Neðar er annar fjallstindur, hægra megin við Cerro Armazones, þar sem stjarneðlisfræðistofnun Universidad Católica del Norte starfrækir nokkra smærri sjónauka.

Á Cerro Paranal eru fjórir hjálparsjónaukar sem mynda hluta af Very Large Telescope (VLT), fullkomnustu stjörnustöð heims. Þeir eru notaðir til víxlmælinga — tækni sem gerir öllum hjálparsjónaukunum og jafnvel stóru sjónaukunum líka að mynda eina heild og sjá þannig 25 sinnum fínni smáatriði en hægt væri með stökum sjónauka.

Eins og sjá má var hvelfing hjálparsjónaukans enn lokuð þegar myndin var tekin. Hvelfingin ver 1,8 metra sjónaukann fyrir erfiðum aðstæðum í eyðimörkinni. Undir hvelfingunni er rafeindabúnaður sem sér um tölvustýringu, loftræstingu, vökvaflæði og kælikerfið. Undir hverjum og einum er flutningskerfi sem lyftir sjónaukunum og færir þá frá einum stað til annars. Á meðan athuganir standa yfir er sjónaukinn losaður frá hvolfþakinu og stjórntækjunum til að tryggja að titringur hafi ekki áhrif á athuganirnar.

Hjálparsjónaukarnir eru á brautum svo hægt er að færa þá um svæðið á 30 mismunandi athuganarstaði. VLT víxlmælirinn virkar eins og einn sjónauki, jafnstór þeim hópi sem tengdur er saman. Með því að færa sjónauka til er hægt að víxlmælinn eftir þörfum hvers verkefnis.

Mynd: ESO/G. Lombardi (potw1127a)

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband