20.7.2011 | 01:26
Versta veður í meira en hálfa öld
Í Atacamaeyðimörkinni í norðurhluta Chile einum þurrasta stað jarðar var líka einstaklega slæmt veður í um fimm daga í byrjun mánaðarins. Og það þykir saga til næsta bæjar á þessum slóðum. Eftir storminn var um 80 cm jafnfallinn snjór á stöðum þar sem úrkoma er alla jafna aðeins 1 til 3 millímetrar á ári. Ekki hefur snjóað svo mikið á þessum stað í meira en hálfa öld. Myndin hér undir var tekin með MODIS myndavélinni á Terra gervitungli NASA af snævi þaktri Atacamaeyðimörkinni.
Mynd: NASA/Terra-MODIS
Stjörnustöð ESO í Paranal fór ekki varhluta af þessu óvenjulega veðri. Úrfelli og ofsaveður gerði á Paranal, þessu 2.400 metra háa fjalli sem venjulega býr við 340 heiðskíra daga á ári, svo stærstu sjónaukar jarðar voru ónothæfir í þrjár nætur. Allar bygginagar stóðu veðurofsan af sér en minniháttar tjón varð á hótelinu á staðnum, Residencia.
Þessi mynd var tekin frá Residencia hótelinu á einum þurrasta stað veraldar í Atcamaeyðimörkinni í Chile. Úrfellið sem sést á myndinni er sárasjaldgæf sjón. Mynd: ESO/G. Lombardi
Regndropar á þurrasta stað jarðar. Mynd: ESO/G. Lombardi (ann11049)
Residencia er magnað hótel. Það er bókstaflega vin í eyðimörkinni og gengdi einmitt því hlutverki í James Bond myndinni Quantum of Solace. Þá var það griðarstaður illmennisins Dominic Greene.
Nokkru norðar á hinni 5000 metra háu Chajnantor sléttu við landamæri Chile og Bólivíu, þar sem APEX og ALMA sjónaukarnir eru staðsettir, snjóaði mikið. Engar skemmdir urðu en snjórinn hefur sett strik í reikninginn.
Tenglar
- Sævar
![]() |
Snjór veldur vandræðum í Síle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:49 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er það þegar svona mikill snjór byrjar að bráðna á svona þurrum stað, er jarvegurinn of harður vegna þurkanna og nær ekki að gleypa bleytuna í sig og verða þá mikil flóð sem fara á svæðin fyrir neðan, sem sagt mun víðtækari áhrif en bara snjókoman?
Tómas Waagfjörð, 20.7.2011 kl. 01:34
Ég þekki það svo sem ekki en hef þó verið á svæðinu og veit að jarðvegurinn er nokkuð gljúpur. Hæg bráðnun ætti því auðveldlega að síga niður í jarðveginn að stórum hluta. Annars eru þarna líka árfarvegir sem vantið leitar eflaust í enda vatn mikilvirkasti rofmáttur eyðimarka þótt sjaldan rigni. Það verður fróðlegt að fylgjast með.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 20.7.2011 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.