Very Large Telescope tilbúinn til starfa

potw1130a.jpg

Smelltu til að stækka

Þegar sólin gengur til viðar á norðvesturhimninum yfir Atacamaeyðimörkinni í Chile taka stjörnufræðingar til starfa. Þetta er heimili Very Large Telescope ESO, eins öflugasta sjónauka sem smíðaður hefur verið. Sjónaukinn er staðsettur á tindi Cerro Paranal, 2.600 metra háu fjalli um 120 km suður af borginni Antofagasta.

Þessi óvenjulega 360 gráðu víðmynd sýnir sjónaukana frá nýju sjónarhorni. Á miðri mynd hefur starfsfólk í Paranal stjörnustöðinni safnast saman til að fylgjast með sólarlaginu. Hægra megin sjást hvolf VLT sjónaukanna fjögurra. Hver sjónauki hefur 8,2 metra breiðan safnspegil og vegur hver 23 tonn. Einnig sjást nokkrir 1,8 metra hjálparsjónaukar VLT. Vinstra megin á myndinni er svo stjórnstöð sjónaukanna. Þegar húsin hafa verið opnuð, á meðan mælingar standa yfir, eru engir menn undir hvolfþökunum við sjónaukana.

Frá því að Very Large Telescope var tekinn í notkun árið 1998 hafa evópskir stjörnufræðingar, íslenskir þar á meðal, notað hann til að rannsaka mörg furðulegustu fyrirbæri alheims, eins og fjarreikistjörnu, risasvarthol og gammablossa.

Mynd: ESO

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband