Dimmur himinn yfir snævi þaktri eyðimörk

potw1132a.jpg

Næturhiminninn yfir Cerro Paranal í Chile, þar sem Very Large Telescope (VLT) ESO er staðsettur, er dimmur og þakinn björtum stjörnum Vetrarbrautarinnar og öðrum fjarlægum fyrirbærum. Sjaldgæft er að sjá dökkt eyðimerkurlandslagið í kring jafn bjart og það er á þessari mynd en hér er það þakið þunnri fönn.

Myndina tók Yuri Beletsky skömmu fyrir sólarupprás einn fagran morgun í síðustu viku. Beletsky starfar sem stjörnufræðingur hjá ESO við La Silla Paranal stjörnustöðina en er auk þess „hirðljósmyndari“ samtakanna. Á myndinni sést snæviþakið landslag Atacama og fjallstindurinn sem geymir VLT en líka glæsilegur næturhiminn. Vinstra megin við VLT er slóð eftir gervitungl og til hægri er loftsteinarák.

Cerro Paranal er 2.600 metra hátt fjall í Atacamaeyðimörkinni í Chile, einum þurrasta staða veraldar. Raki fellur oft undir 10% og úrkoma mælist innan við 10 millímetrar á ári. Hins vegar snjóar annað slagið og gefur umhverfinu annan og fallegan svip eins og hér sést.

Mynd: ESO/Y. Beletsky (potw1132a)

---

Hrósið fær svo Bogi Þór Arason hjá Morgunblaðinu fyrir tvær fínar geimvísindafréttir í föstudag og laugardag um Juno og vatn á Mars.

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband