16.8.2011 | 17:37
Loftsteinahrap séđ utan úr geimnum - Hrós til Fréttablađsins
Myndin hér undir er alveg mögnuđ. Hún hefur reyndar birst á svo til öllum helstu stjörnufrćđibloggum í heiminum og fellur klárlega í geđveikt svalt flokkinn!
Myndina tók geimfarinn Ron Garan í Alţjóđlegu geimstöđinni. Hér sést líklega loftsteinn sem kallast Persíti. Persítar eru leifar af halastjörnunni Swift-Tuttle sem mynda loftsteinaregn 12. og 13. ágúst ár hvert. Ţegar regniđ stendur yfir sjást ef til vill um 60 loftsteinar á klukkustund. Loftsteinar brenna yfirleitt upp í um 100 km hćđ yfir jörđinni, oft á sekúndubrotum, en geimstöđin er 250 km hćrra. Ţađ er ţví dálítiđ mergjuđ tilviljun ađ geimfarinn skyldi ná mynd af stjörnuhrapinu.
Gervitungl verđa annađ slagiđ fyrir agnarsmáum loftsteinum sem skađa ţau ekkert og sáralitlar líkur eru á ađ ţau verđi fyrir stćrri steinum sem betur fer. Geimurinn er stór og gervitunglin lítil.---
Hvađa myndavélar eru geimfararnir ađ nota? Í geimstöđinni eru geimfararnir međ ellefu Nikon D3s myndavélar og bestu Nikon linsur sem völ er á.
---
Hrós dagsins fćr Ţorgils Jónsson blađamađur hjá Fréttablađinu. Í blađi dagsins er góđ umfjöllun um nćsta áfangastađ Mars-jeppans Opportunity.
Í síđustu viku birtist grein eftir mig í Fréttablađinu ţar sem ég gagnrýndi litla og oft á tíđum dapra umfjöllun um vísindi. Vonandi hafđi hún einhver áhrif svo ađ ţetta sé ţađ sem koma skal.
- Sćvar
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Athugasemdir
Glćsileg mynd og flott framtak ađ fá ađeins fleiri fréttir í blöđin sem fjalla ekki um niđurgang hjá frćga fólkinu 8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.8.2011 kl. 23:06
Nákvćmlega, eina fréttasíđan á netinu sem hefur reglulegar vísindafréttir er mbl.is og sú síđa hefur hlćgilega lítiđ af ţeim.
Viđ ţurfum meiri fréttir af ţví sem mestu máli skiptir, ţ.e. vísindin.
Jón Ferdínand (IP-tala skráđ) 19.8.2011 kl. 13:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.