Skođađu sólina međ okkur á Menningarnótt

white-light_1104604.jpgEf veđur leyfir á Menningarnótt ćtlum viđ ađ setja upp sólarsjónauka á Austurvelli og bjóđa ţér ađ skođa sólina međ okkur. Ţar verđum líklega viđ styttuna af Jóni Sigurđssyni frá klukkan 13:30 til 16:30.

Ţađ getur veriđ ótrúlega gefandi ađ skođa nálćgustu stjörnuna á himninum: Sjálfa sólina. Sólin er nefnilega síbreytileg.

Viđ verđum međ tvćr, jafnvel ţrjár, tegundir af sólarsjónaukum: White light, vetnis-alfa og hugsanlega kalsíum-kalín. Međ white light sólarsíum (eins og sést á sjónaukanum hér hćgra megin) skođum viđ sýnilegt „yfirborđ“ sólarinnar, ţar sem sólin verđur ógegnsć í sýnilegu ljósi. Prýđi einhverjir sólblettir sólina á laugardaginn er best ađ skođa ţá í gegnum ţessa síu.

Skemmtilegast er ađ skođa sólina í gegnum svonefnda vetnis-alfa sólarsjónauka. Međ vetnis-alfa sólarsjónaukum skođum viđ eina tiltekna litrófslínu í ljósinu frá sólinni sem hefur 656 nanómetra bylgjulengd. Ţessi litrófslína kemur frá rauđglóandi vetni í sólinni. Ţess vegna er sólin rauđ í gegnum vetnis-alfa sjónauka. 

Međ vetnis-alfa sjónaukum er hćgt ađ sjá sólgos sem viđ köllum sólstróka. Stundum eru gosin mjög tignarleg og standa langt upp úr sólinni. Fyrir kemur ađ viđ sjáum líka sólgos sem ber í skífu sólar. Ţá horfum viđ í raun ofan á sólgosin. Slík fyrirbćri kallast sólbendlar.

Erfiđast er ađ skođa sólina međ kalsíum-kalín sjónauka. Ástćđan er sú ađ viđ horfum nánast inn í útfjólubláa hluta sólarljóssins á bylgjulengd sem sum mannsaugu greina hreinlega ekki. Í gegnum ţennan sjónauka er sólin ţess vegna fallega dimmfjólublá á litinn.

Ţađ er kalsíum í sólinni sem gefur frá sér ţessa bylgjulegnd en kalsíum telur ađeins 0,008% af massa sólar. Mér finnst persónulega mjög skemmtilegt ađ skođa sólina međ ţessum sjónauka vegna ţess hve krefjandi ţađ er. Međ sjónaukanum sjást „vel“ virk svćđi umhverfis sólblettasvćđin sem kallast sólflekkir. Sólflekkirnir eru ljósleitir vegna ţess ađ gasiđ er ţar er ţónokkru heitara en í kring.

solin_lithvolf_h_alfa_ca_k.jpg

Nú krossleggjum viđ bara fingur og vonumst eftir góđu veđri á laugardaginn. Sjáumst ţá!

- Sćvar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband