18.8.2011 | 07:55
Besti stjörnuskoðunarstaður heims
er Chile. Af hverju? Svarið leynist í myndskeiðinu hér undir:
ESOcast 33: Under Chilean Skies from ESO Observatory on Vimeo.
Besta stjörnuskoðun sem ég hef komist í var í Atacamaeyðimörkinni í Chile árið 2007. Himininn þar er kristaltær og heiðskír í yfir 300 daga ári. Og það er einmitt ástæða þess að stærstu stjörnusjónaukar heims eru byggðir þar.
Í Chile rekur European Southern Observatory stjörnustöðvar á þremur stöðum: Á La Silla, Cerro Paranal og Llano de Chajnantor sem er ein hæsta stjörnustöð heims. Fljótlega bætist fjórði staðurinn við, Cerro Armazones, þar sem European Extremely Large Telescope verður reistur í náinni framtíð, skammt frá VLT sjónaukunum á Cerro Paranal.
Stjörnuhimininn yfir Chile er stórkostlegur. Ef þú átt leið þar, líttu þá upp!
- Sævar
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 17.8.2011 kl. 15:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.