Stjarnfræðilegar gersemar

ann11054a.jpgVinir okkar hjá European Southern Observatory (ESO) hafa hleypt af stokkunum nýju framtaki sem snýst um það eitt að útbúa fallegar ljósmyndir af himingeimnum í þeim tilgangi að miðla vísindum til almennings. Algjörlega frábært framtak!

Framkvæmdarstjóri ESO úthlutaði verkefninu dýrmætum tíma í stærstu og fullkomnustu sjónaukum heims til að gera þetta að veruleika. Eingöngu er notaður sá tími í sjónaukunum þegar aðstæður bjóða ekki upp á nákvæmar vísindalegar mælingar, t.d. ef ský eru á lofti eða tunglskin, en eru nógu góðar til að taka fallegar myndir af áhugaverðum, forvitnilegum og fallegum fyrirbærum í geimnum. Gögnin eru síðan gerð aðgengileg stjörnufræðingum í gagnasafni ESO.

Fyrirbærin sem verða ljósmynduð í þessu verkefni voru valin úr löngum lista yfir falleg og forvitnileg fyrrbæri. Þess er vandlega gætt að engar svipaðar myndir séu til af þessum fyrirbærum, annað hvort í gagnasafni ESO eða frá öðrum sjónaukum, bæði atvinnu- og áhugamanna. Svipuð stefna var mörkuð þegar Heritage verkefni Hubble geimsjónaukans var sett á laggirnar árið 1997 sem hefur getið af sér margar stórglæsilegar myndir af alheiminum.

Í dag birti ESO fyrstu stjarnfræðilegu gersemina; mynd af vetrarbrautapari í stjörnumerkinu Meyjunni sem kallað hefur verið Augun. Lestu meira um hana hér.

eso1131a_1105691.jpg

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svakalega magnað!

Davíð (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 17:21

2 identicon

Þetta er nett. :D

Bjarki (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 18:50

3 identicon

Úr tilvísaðri grein:

"Sama mun gerast þegar vetrarbrautin okkar rekst á nágranna sinn Andrómedu eftir þrjá til fjóra milljarða ára."

 Pant vera ekki mem.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 19:43

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Glæsilegt framtak hjá þeim.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 25.8.2011 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband