Hvað leynist innan í tunglinu?

grail-geimfar.jpgVið vitum margt — en samt svo lítið — um yfirborð tunglsins en lítið sem ekki neitt um það sem leynist innan í því. 

Á fimmtudaginn klukkan 13:37 að íslenskum tíma sendir NASA á loft tvö ómönnuð gervitungl til tunglsins sem eiga að bæta úr þessu þekkingargati. Leiðangurinn heitir GRAIL eða Gravity Recovery and Interior Laboratory. Gervitunglin tvö munu hringsóla um tunglið í níu mánuði og kortleggja þyngdarsvið tunglsins með meiri nákvæmni en nokkru sinni fyrr.

En hvernig?

GRAIL-A og GRAIL-B munu fljúga í einfaldri röð í kringum tunglið með 175 til 225 km millibili. Á hringferðunum skiptast þau á örbylgjumerkjum sem mælir nákvæmlega fjarlægðina milli þeirra. Þegar annað geimfarið fer yfir svæði með sterkara eða veikara þyngdarsvið breytist fjarlægðin milli þeirra lítillega (minnkar eða eykst). Mælingarnar verða sendar til jarðar og geta vísindamenn notað þær til þess að kortleggja þyngdarsviðið betur en nokkru sinni fyrr. Á þennan hátt er hægt að draga upp mynd af innviðum tunglsins. GRACE geimförin hafa gert samskonar mælingar á þyngdarsviði jarðar frá árinu 2002 en GRAIL geimförin eru byggð á hönnun GRACE.

Hægt er að lesa sér betur til um GRAIL verkefnið á Stjörnufræðivefnum.

---

Við viljum einnig vekja athygli á 

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband