Leysigeisli og elding

potw1136a.jpg

Þann 18. ágúst síðastliðinn lýstu tvö harla ólík fyrirbæri upp næturhiminninn yfir Allgäu stjörnustöðinni í suðvestur Bæjaralandi í Þýskalandi: Annað þeirra er dæmi um hátækni en hitt ofsafengna krafta náttúrunnar.

Á sama tíma og Stjörnustöð Evrópulanda á suðurhveli (European Southern Observatory, ESO) skaut öflugum leysigeisla upp í lofthjúpinn — og prófaði þannig nýja Wendelstein leysigeislastjörnu — geysaði skrugguveður yfir Bæjaralandi. Úr gráum þrumuskýjunum laust niður eldingum þegar Martin Kornmesser, grafískur hönnuður hjá vísindamiðlunardeild ESO, tók ljósmyndir af tilrauninni fyrir ESOcast 34 (sem sjá má hér undir) og úr varð þessi stórkostlega ljósmynd. Hún minni eina helst á atriði úr vísindaskáldsögu en sýnir vel hvers vegna stjörnustöðvar ESO eru í Chile en ekki Þýskalandi. Þótt eldingin sýnist lenda saman við leysigeislann var stormurinn langr frá stjörnustöðinni þegar þetta gerðist.

Leysigeislastjörnur eru gervistjörnur sem hægt er að búa til með því að skjóta leysigeisla upp í 90 km hæð yfir jörðinni. Með því að mæla bjögun þessara gervistjarna er hægt að leiðrétta lögun spegla í sjónaukum í samræmi við ókyrrðina — tækni sem kallast aðlögunarsjóntækni. Ókyrrðin hefur mikil áhrif á gæði mælinga og án aðlögunarsjóntækni væri mynd okkar af alheiminum miklu óskýrari. Tækið sem hér var prófað er nýtt af nálinni og verður komið fyrir á sjónaukum ESO í náinni framtíð.

Leysigeislinn sem hér sést er 20 wött en aflið í eldingunni náði mest trilljón wöttum, reyndar á broti úr sekúndu! Skömmu eftir að myndin var tekin náði stormurinn að stjörnustöðinni og neyddust menn þá til að ljúka tilrauninni.

Mynd: ESO

Tenglar

- Sævar

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband