Stjörnubjart um allt land

Þar sem nú er heiðskírt um allt land er ekki úr vegi að benda á tvö fyrirbæri sem eru mjög áberandi á himninum:

1) Júpíter er langbjartasta stjarnan á næturhimninum í haust (Venus sést eftir áramót). Í litlum stjörnusjónauka (og ef vel er að gáð í handsjónauka) má sjá fjögur stærstu tunglin við Júpíter (Galileótunglin) sem litla punkta út frá reikistjörnunni.

2) Sumarþríhyrningurinn
Stjörnurnar Vega í Hörpunni, Altair í Erninum og Deneb í Svaninum mynda Sumarþríhyrninginn svonefnda sem er mjög áberandi á kvöldhiminum í september og október. Vega og Altair eru vissulega stærri en sólin okkar en þær eru mjög nálægt okkur í Vetrarbrautinni. Deneb er aftur á móti í hópi björtustu stjarna í Vetrarbrautinni í um 1400 ljósára fjarlægð sem þýðir að ljósið frá henni lagði af stað fyrir landnám Íslands!

Loks viljum við benda á stjörnukort fyrir Ísland sem hægt er að prenta út.
 
Sumarþríhyrningurinn 
-Sverrir Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband