Falleg mynd

sudurljos-geimstod.jpg

Þessa fallegu mynd tók geimfarinn Ron Garan um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni þann 14. september síðastliðinn. Garan kom heim til jarðar með Soyuz flaug í gær og var þetta því síðasta ein síðasta mynd hans. Hann hafði þá dvalið um 160 daga í geimnum.

Hér sjást suðurljósin ásamt stjörnumerkinu Óríon á hvolfi miðað við það sem við eigum að venjast hér á norðurhveli. Neðri stjarnan í öxl Óríons er Betelgás, stjarnan sem mun springa dag einn, en beint fyrir ofan hana eru Fjósakonurnar.

Óríon sést nú á morgunhimninum yfir Íslandi. Hann verður kominn hátt á loft á kvöldin um og eftir áramót.

- Sævar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mögnuð mynd. Ég vissi ekki að Norður og Suðurljósin sæust svona vel utan úr geimnum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.9.2011 kl. 11:59

2 identicon

Ótrúlega flott.

Halldóra Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 20:19

3 identicon

Alveg mögnuð mynd.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 20:53

4 Smámynd: GunniS

þetta fær mann til að velta fyrir sér hvort súrefni sleppi frá jörðinni út í geim. eða, það getur varla verið mikið. því þá væri ekki mikið súrefni eftir. því maður sér þarna einskonar mörk á lofthjúpnum. nema þetta sé samspil segulsviðs jarðar og lofttegunda.

GunniS, 17.9.2011 kl. 10:55

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Norðurljósinu eru alla jafna í um 100 km hæð yfir jörðinni. Geimfararnir eru mun hærra og horfa því niður á þau. Það er í sjálfu sér lítið súrefni og nitri svo hátt uppi en nóg til þess að mynda litrík norðurljós.

Léttustu sameindirnar, til dæmis vetni, streyma út í geiminn frá reikistjörnum. Jörðin er nógu massamikil til að halda í þyngri sameindir eins og súrefni og nitur.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.9.2011 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband