Risasjónauki opnar augun - Merk tímamót í stjarnvísindum

eso1137g.jpg

Nítján loftnet ALMA á Chajnantorsléttunni í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli. Mynd: ALMA (ESO/NAOJ/NRAO)/W. Garnier (ALMA)

Með tilkomu ALMA, þessa óvenjulega risasjónauka, er nýtt skeið að hefjast í stjarnvísindarannsóknum. Nú getum við í fyrsta sinn skoðað myndun stjarna og sólkerfa í smáatriðum og rakið myndunarsögu vetrarbrauta við endimörk hins sýnilega alheims. Í raun má segja að sjónaukinn sé í leit að uppruna okkar í alheiminum.

ALMA stendur fyrir Atacama Large Millimeter/submillimeter Telescope. Nafnið segir okkur að sjónaukinn sjái millímetra- og hálfsmillímetrabylgjulengdir, sem er milli innrauðs ljóss og útvarpsbylgna og nokkuð út fyrir það sem við sjáum með berum augum. 

Í alheiminum gefa köldustu fyrirbærin frá sér slíka geislun. Það eru einkum gas- og rykský sem stjörnur eru að myndast í og gas í fjarlægum vetrarbrautum.

ALMA líkist því hreint ekki dæmigerðum stjörnusjónaukum. Í stað spegils samanstendur hann af 66 loftnetum sem líkjast mest gervihnattadiskum. Öll loftnetin verða látin starfa saman sem ein heild og þegar smíði sjónaukans er lokið verður þeim dreift um allt að 16 km breitt svæði. Þannig fæst einn risasjónauki, 16 km í þvermál.

ALMA er sannkallað samstarfsverkefni því að sjónaukanum standa stofnanir í Evrópu (ESO), Norður Ameríku og Austur Asíu.

ALMA er hæsti og stærsti sjónauki í heiminum. Hann er í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli í skraufþurri Atacamaeyðimörkinni. Ástæðan er sú að ALMA þarf að vera í eins þurru loft og mögulegt er því vatnsgufa í andrúmsloftinu gleypir bylgjulengdirnar sem sjónaukinn rannsakar. Loftið er miklu þurrara hátt uppi.

Fyrsta mynd sjónaukans var birt í gær og hana má sjá hér!

Frekari upplýsingar

ESOcast 36: ALMA Opens Its Eyes from ESO Observatory on Vimeo.

ALMA Opens Its Eyes from NRAO Outreach on Vimeo.

- Sævar Helgi


mbl.is ALMA tekin í notkun í Síle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband