Halastjarna inn, kórónuskvetta út

Rakst á ţetta flotta myndskeiđ á vef NASA. Ţađ sýnir sólina gleypa halastjörnu og í sömu andrá gefa frá sér öfluga kórónuskvettu:

Ţessir atburđir eru ekki tengdir heldur er ţetta skemmtileg tilviljun. Halastjarnan eyddist sennilega nokkrar milljónir kílómetra frá sólinni sjálfri. Kórónuskvettur eru nánast daglegir atburđir á sólinni ţessi misserin. Virknin er ađ aukast á ný eftir ládeyđu síđustu ára. Ţví má búast viđ ţví ađ fagrar norđurljósasýningar fćrist í aukanna eftir ţví sem á líđur.

Halastjarnan sem hér sést er Kreutz sólsleikja eđa sólkćr halastjarna, hrađskreiđustu hnettir sólkerfisins.

---

Alla mánudaga birtum viđ mynd vikunnar á Stjörnufrćđivefnum. Ađ ţessu sinni er mynd vikunnar af stórglćsilegri kúluţyrpingu, Messier 56, sem er í um ţađ bil 60.000 ljósára fjarlćgđ frá okkur. 

Myndina má sjá hér! 

- Sćvar Helgi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband