Nýtt tímarit um stjörnufræði og stjörnuskoðun

Undanfarnar vikur höfum við unnið hörðum höndum við útgáfu á nýju og glæsilegu blaði um stjörnufræði og stjörnuskoðun. Það er nú loks komið út.

stj1114a.jpg

Blaðið er 84 litríkar síður úr hágæða pappír, allt prentað á vistvænan hátt (blaðið er Svansmerkt). Efnistök eru æði fjölbreytt og mun blaðið lifa alla vega næsta árið.

Félagsmenn fengu sitt eintak en við sendum líka öllum skólum á Íslandi tvö eintök af blaðinu, þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.

Blaðið fæst í Bóksölu stúdenta og Sjónaukar.is en einnig er unnið að því að koma það á fleiri sölustaði. Við hvetjum alla til að nálgast eintak!

Nánar um blaðið hér.

----

stj1113d.jpgÍ síðustu viku birtum við frétt af nýju átaki sem við vorum að hefja. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn ætla að afhenda öllum tíu ára skólabörnum landsins stjörnukort og fyrstu kortin voru afhent nemendum fimmta bekkjar í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi í gær.

Þetta er gert í framhaldi af því að á síðasta ári var öllum grunnskólum landsins gefinn sjónauki sem kenndur var við Galileó og gefur ekki ósvipaða möguleika til stjörnuskoðunar og hinn upphaflegi sjónauki meistarans.

Kortið sem nemendurnir fá sýnir stjörnuhimininn yfir Íslandi á vorin og haustin. Þau eru einföld í notkun og vonin er að þau hvetji bæði foreldra og börn til að horfa til himins og kynnast náttúrunni betur. Þetta er líka liður í að efla náttúrufræðikennslu í skólum enda veitir ekki af að hvetja ungdóminn til að velja sér braut náttúru- og raunvísinda á æviveginum.

Og nú undirbúum við annað verkefni fyrir allra yngsta áhugafólkið!

---


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir þetta glæsilega blað sem ég fékk með póstinum.

Með góðri kveðju,

Ágúst H Bjarnason, 24.11.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband