21.11.2011 | 21:22
Mars á morgunhimninum
Ég sá reikistjörnuna Mars í morgun í fyrsta sinn í meira en eitt og hálft ár. Hún er í Ljónsmerkinu og er aðeins bjartari en bjartasta stjarnan sem nefnist Regúlus (sem merkir „litli konungurinn“). Á himninum sést að Mars er appelsínugul enda er hún nefnd „rauða reikistjarnan“ vegna járns á yfirborðinu sem hefur ryðgað.
Hér að neðan er mynd úr forritinu Stellarium af suðurhimninum eins og hann leit út kl. átta í morgun. Frekar auðvelt er að finna Ljónsmerkið undir Karlsvagninum í Stórabirni.
Við viljum svo endilega benda ykkur á stjörnukort mánaðarins sem er núna bæði til fyrir kvöld og morgna.
-Sverrir
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.