30.11.2011 | 15:52
Stórskemmtilegt spjall Stephen Colbert og Neil deGrasse Tyson
Ég er einn fjölmargra sem fylgist með meistara Neil deGrasse Tyson, stjarneðlisfræðingi og stjórnanda Hayden Planetarium í American Museum of Natural History í Bandaríkjunum, á Twitter.
Um daginn tístaði hann um spjall sem hann átti við Stephen Colbert, stjórnanda hins frábæra The Colbert Report á Comedy Central. Þetta er stórskemmtilegt spjall og Colbert er þarna ekki í karakter. Mæli með að þú horfir á þetta til enda, þótt langt sé:
Tyson er sá gestur sem oftast hefur komið í þátt Colbert og ræðir þar alla jafna um stjörnufræði. Þetta er til að mynda stórkostlegt innslag:
The Colbert Report | Mon - Thurs 11:30pm / 10:30c | |||
Bill O'Reilly Proves God's Existence - Neil deGrasse Tyson | ||||
|
Eitt sinn fékk Colbert Tyson til að læra um hvað þyrfti til að geta orðið stjarneðlisfræðingur:
The Colbert Report | Mon - Thurs 11:30pm / 10:30c | |||
Neil de Grasse Tyson | ||||
|
Tyson vinnur þessi misserin að nýjum Cosmos þáttum með Ann Druyan, ekkju Carl Sagan, og Seth MacFarlane, höfundi Family Guy.
Hlakka mikið til að sjá þá útkomu!
- Sævar Helgi
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Athugasemdir
Þegar ég sá að þetta var klukkutími og 24 mínútur sagði ég við sjálfan mig, þessu nenni ég ekki, ætla bara að horfa á 5 mínútur. Hvað skeði? Ég sat hugfanginn í 84 mínútur og hefði getað horft lengur.Alveg dásamleg upplifun. Ætti að sýna í hverjum einasta framhaldsskóla og jafnvel í bíóum.
Innilegustu þakkir.
geirmagnusson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 10:06
Þetta er skemtilegt eins og allt stjörnutengt. En mig langar að vita hvort hægt sé að koma einum 4 tommu linsusjónauka, frá celestron í verð.
Svone:
http://www.celestron.com/c3/product.php?CatID=8&ProdID=29
Gætuð þið félagar hjálpað mér að losna við sjónaukann minn?
Kveðja, Sveinn Orri Snæland
Sveinn Orri Snæland (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.