Skýringin: Ljósker á himni

Það sem hér er að öllum líkindum um að ræða er ljósker sem kallast á ensku „Chinese lantern“. Þessi ljósker gefa frá sér appelsíngult ljós því innan í þeim er logandi kerti. Kertið hitar loftið svo ljóskerið svífur um himininn en það er vitaskuld háð vindi hversu hratt þau ferðast og í hvaða átt. Þau eru einnig nokkuð björt og geta sést frekar víða. Þessi ljósker njóta vaxandi vinsælda á Íslandi en þau hef ég margoft séð á himni erlendis. Og lýsingin kemur heim og saman við það. Ljóskerin líta svona út:

Miðað við lýsingar sjónarvotta er þetta líklegasta skýringin.

Þegar þið sjáið eitthvað sem þið getið ekki útskýrt á himninum, hafið endilega samband við okkur. Ekki skemmir ef þið náðuð mynd og getið sagt okkur tímasetningu og í hvaða átt fyrirbærið sást. 

- Sævar Helgi


mbl.is Torkennileg ljós á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur verið að þetta sé eitthvað rafmagnsfyrirbrigði sem kannski mætti tengja við jarðskjálftann í Eyjafirði og spennu í jarðskorpunni? Nema þetta sé kannski bara ljósker eins og segir í fréttinni

Gunnar (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 16:29

2 identicon

Ekki er þetta nú alveg sannfærandi:

1) Kínverskar luktir eru yfirleitt frekar litlar og sjást ekki langt að í skýjuðu veðri, en ljósið yfir Skagafirðinum virðist hafa sést frekar langt að.

2) Lugtirnar svífa yfirleitt hægt og rólega upp á við og sveiflast tignarlega til og frá eftir ríkjandi vindátt, en sjónarvottar segja að ljósin í Skagafirðinjum hafi ferðast hratt til hliðar og tekið krappar beygjur. Kínverskar lugtir hafa hingað til ekki hegðað sér þannig.

Birgir (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 18:56

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Mér finnst það harla ólíklegt miðað við það sem ég hef lesið um ljós tengd jarðskjálftum en það er vissulega áhugavert að velta því fyrir sér. Ef ljósin væru af völdum skjálfta hefði ég haldið að þau myndu frekar sjást í Eyjafirði en Skagafirði. http://geology.about.com/od/earthquakes/a/EQlights.htm

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.12.2011 kl. 19:34

4 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Tek ekki undir að kínverskar luktir séu litlar. Þær eru kannski misstórar. Þær sem ég hef séð hafa verið fremur stórar. Ég sá eina slíka fyrir ekki svo ýkja löngu hér í Lundi í Svíþjóð. Hún var mjög áberandi og björt, jafnvel þótt hún væri nokkuð langt í burtu. Þegar hlutur er á himni, sérstaklega myrkum himni er hins vegar mjög erfitt að gera sér grein fyrir stærðinni og fjarlægð þegar maður hefur ekkert til samanburðar. Staðfesting á því er þegar fólk sér loftsteina sem því finnst hafa verið í nokkurra km fjarlægð, en reynast svo í nokkurra tuga eða jafnvel nokkur hundruð km fjarlægð.

Lýsingin á vef Feykis kemur ekki heim og saman við það sem þú segir að ljósið hafi tekið krappar beygjur. Það er hvergi sagt. Í fyrri fréttinni var sagt að ljósið hefði beygt, ekkert um að það hefði tekið krappar og snöggar beygjur. Luktirnar geta vissulega ferðast hratt til hliðar í vindi.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.12.2011 kl. 19:41

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fyrir fáeinum áratugum sáust furðuljós yfir Reykjavík. Fjallað var um þau í fjölmiðlum. Mikið rætt um hugsanlega innrás geimvera...

Nokkru síðar ljóstruðu nemendur Menntaskjólans við Hamrahlíð því upp að þeir hefðu verið að gera tilraunir með svona heimatilbúna pappírs-loftbelgi.

Nú er hægt að kaupa svona tilbúið: http://www.youtube.com/watch?v=-luqawJTomo

Ágúst H Bjarnason, 4.12.2011 kl. 21:28

6 identicon

Ancient Aliens

Giorgio A. Tsoukalos (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 00:06

7 identicon

eru svona 'kínversk ljósker' ekki líkleg til að orsaka eldsvoða?

bara spyr..

hh (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 16:08

8 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ekki svo. Þetta er ekki ýkja mikill eldur. Um leið og slokknar á þeim, svífa þau til jarðar.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.12.2011 kl. 18:54

9 identicon

Áhugavert, en síðan hvernar hafa íslendingar verið að kveikja á ljóskerum? Ég hef aldrei séð slíkt né heyrt um það.

Svo eitt annað sem ég hafði heyrt líka, að þessi ljós hafi verið á mikilli ferð. Segjum sem svo að það sé satt, hvað kemur þá til greina annað en ljósker?

Jónki tröll (IP-tala skráð) 5.12.2011 kl. 20:47

10 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Það hefur færst í aukana. Hef séð þetta víða á Íslandi en í meiri mæli erlendis. Er viss um að þetta mun aukast á næstu árum.

Mikil ferð getur skýrst af tvennu, annars vegar að skýin fyrir ofan hreyfist hraðar heldur en ljósið (það er vel hugsanlegt) eða að ljósið ferðist einfaldlega hratt með vindi.

Ef þetta þýtur á einhverjum ógnarhraða (sem ég hef ekki heyrt lýst) og sveigir og beygir snöggt, þá get ég ekki útskýrt þetta. En þær lýsingar sem ég hef heyrt af passa nákvæmlega við það sem ég hef sjálfur séð, bæði á Íslandi og erlendis.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.12.2011 kl. 21:10

11 identicon

Um er eitthvað vitað hver var að þessu?

Ég meina þetta er góð útskýring en það veru samt alltaf að vera eitthver sanleikur á bak við hana.

sigurður Óskarsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 00:39

12 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Jónki tröll: Þarsíðustu áramót (2009/2010) fór ég í partí þar sem kveikt var á svona lukt og látið svífa burt. Eigandi luktarinnar sagðist vera að flytja þetta inn sjálfur og seldi vinum. Þetta er örugglega búið að dreyfast um síðan þá en það getur verið að þú sért ekki að umgangast það fólk sem er að leika sér að þessu.

Einar Örn Gissurarson, 6.12.2011 kl. 02:33

13 identicon

Ég sá einhverntíman fólk kveikja á svona á menningar nótt,en ef þetta hefur verið málið afhverju er ekki einhver búin að stíga fram og seigja að þessar luktir hafi verið frá þeim? og ekki gleyma að það er bara kerti inní þessu sko, það sést ekkert úr mikilli fjarlægð??

fanney jensdottir (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband