Smæstu reikistjörnur sem fundist hafa utan sólkerfisins

Reikistjörnurnar sem Keplerssjónaukinn fann eru um 103% og 95% af þvermáli jarðar, sem sagt álíka stórar og jörðin og Venus. Báðar þessar reikistjörnur eru hins vegar svo nálægt sinni móðurstjörnu að hitastig yfirborðsins er líklega nógu hátt til að bræða gler (í kringum 600°C). Þær eru því svo sannarlega ekki líkar jörðinni á þann hátt. Umferðartími þeirra eru aðeins 6,1 og 19,6 dagar. Líf eins og við þekkjum það er sem sagt óhugsandi á þessum hnöttum.

Reikistjörnurnar tilheyra stjörnunni Kepler-20 sem er í stjörnumerkinu Hörpunni en ekki Lýrustjörnuþokunni eins og segir í frétt mbl.is (það er búið að láta vita en því hefur ekki verið breytt, enda auðvitað engin ástæða til að lagfæra villur í fréttum, þótt lítilvæglegar séu). Stjarnan sú er álíka stór og sólin okkar, örlítið massaminni og örlítið daufari. Hún er í um 1000 ljósára fjarlægð. Við vitum nú að í kringum Kepler-20 ganga fimm reikistjörnur en allar hinar (Kepler-20b, Kepler-20c og Kepler-20d) eru mun stærri en jörðin en umferðartími þeirra er frá 3,7 dögum upp í 77,6 daga. Þetta sólkerfi er því gerólíkt okkar.

pia14886_lg.jpg

Reikistjörnurnar fundust með þvergönguaðferðinni sem við höfum áður fjallað um en hægt er að lesa sér betur til um þessa aðferð í grein um fjarreikistjörnur á Stjörnufræðivefnum.

- Sævar Helgi


mbl.is Nýjar reikistjörnur líkjast jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru krilljónir reikistjarna.

Samkvæmt M-kenningunni eru þær sprilljón. Og fæðast óðfluga úr engu.

Skýrðu það fyrir okkur fáfróðum...

Jóhann (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband