Venus og tungliđ viđ sólsetur

screen_shot_2011-12-24_at_2_08_37_pm.png

Á annan í jólum, ţann 26. desember, verđur mjög falleg samstađa Venusar og vaxandi en mjóslegins jólamána á vesturhimni, skömmu eftir sólsetur. Pariđ verđur lágt á lofti en ansi fallegt á ađ líta í kvöldrođa sólar. Ágćtt er ađ líta til himins rétt fyrir klukkan 17.

Ţegar myrkriđ hellist svo smám saman yfir sést nćturhliđ tunglsins vel vegna jarđskins, endurvarp sólarljóss af jörđinni, sem lýsir ţađ upp. Jarđskiniđ er líka ţekkt sem „da Vinci bjarmi“ eftir Leonardo da Vinci sem áttađi sig fyrstur manna á eđli ţess fyrir um hálfu árţúsundi síđan.

Á sama tíma í austri skín Júpíter skćrast og fylgist grannt međ sýningunni. Ţar međ verđa ţrjú björtustu fyrirbćri nćturhiminsins sjáanleg í einu.

Ekki er ţörf á sjónauka til ađ virđa ţetta fyrir sér en ef ţú varst svo heppin(n) ađ fá einn slíkan í jólagjöf er um ađ gera ađ beina honum til himins. Á Venusi sérđu ađ reikistjarnan er ekki ađ fullu upplýst, heldur sýnir hún kvartilaskipti eins og tungliđ. Á tunglinu sérđu fjöll og gíga og á Júpíter skýjabelti og Galíleótunglin fjögur.

Vonandi viđrar vel til Venusar- og tunglskođunar.

via Science@NASA

- Sćvar Helgi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband