4.2.2012 | 10:58
Stjörnufræðinámskeið fyrir börn
Eftir tvær vikur (sunnudaginn 19. febrúar) verða Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn með námskeið fyrir börn (og fullorðna) í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi:
- 6-9 ára sunnudagur 19. feb. kl. 10:30-13:00
- 10-12 ára sunnudagur 19. feb. kl. 14:00-16:30
Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og komu um 80 manns á námskeið hjá okkur á Akureyri síðasta vor. Námskeiðsgjaldið er 4.000 kr. (barn+forráðamaður) og rennur allur ágóði til útbreiðslustarfs hjá Stjörnuskoðunarfélaginu (s.s. að gefa stjörnukort í skóla og til stjörnustöðvar utan Reykjavíkur).
Hér eru upplýsingar um námskeiðið og hvernig hægt er að skrá sig á það.
-Sverrir
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.