7.2.2012 | 15:09
Stjörnufræði á safnanótt í sjóminjasafninu við Grandagarð
Stjörnuskoðunarfélagið og Stjörnufræðivefurinn verða á Safnanótt föstudagskvöldið 10. febrúar í sjóminjasafninu Víkinni við Grandagerð í Reykjavík.
Staður: Víkin sjóminjasafn (sjá kort)
Tímasetning: 10. febrúar 19:00-22:00 (vonandi lengur)
Við munum bjóða fólki að kíkja í stjörnusjónauka, skoða loftsteina og fá stjörnukort á meðan birgðir endast. Einnig geta börn teiknað og litað Stórabjörn, Karlsvagninn og Pólstjörnuna
Ef það sést til stjarna þá verðum við með sjónauka utandyra. Við vonum bara það besta!
Ljósmynd frá safnanótt 2010 þegar Stjörnuskoðunarfélagið og Stjörnufræðivefurinn tóku þátt í dagskrá í Listasafni Reykjavíkur. (Ljósmynd: Einar Baldur Þorsteinsson.)
-Sverrir
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.