Hvað gerist þegar yfir 1.400.000.000.000 stjarna mætast?

hs-2012-20-a-large_web.jpg

Samruni Vetrarbrautarinnar og Andrómeduþokunnar.

Eftir um 4.000.000.000 ára munu rúmlega 1.400.000.000.000 stjarna mætast í geimnum þegar vetrarbrautin okkar og Andrómeduþokan rekast saman.

Himininn mun gjörbreytast. Í stað slæðu sem liggur yfir himininn munum við sjá kúlulaga dreifingu stjarna og öll stjörnumerki ruglast (þau verða reyndar fyrir löngu orðin óþekkjanleg miðað við það sem við sjáum í dag). Myndin hér undir sést hvernig þróun himinsins verður eftir allt að 7 milljarða ára

hs-2012-20-b-web_print.jpg

En hvað hendir sólkerfið?

Ekkert!

Í vetrarbrautum er svo mikið pláss milli stjarna að vetrarbrautirnar fara bara í gegn. Það eru nánast engar líkur á að allur þessi fjöldi stjarna rekist á. Við gætum fengið yfir okkur gusu af halastjörnum þegar fjarlægar stjörnur sem eiga leið framhjá sólkerfinu ýta þeim inn í átt að sólinni.

Hins vegar verður árekstur milli gass og ryks í báðum vetrarbrautum. Úr verður mikil stjörnumyndunarhrina svo eflaust væri himininn okkar uppfulur af björtum giemþokum sem lýsa nóttina rauðleitum bjarma eins og í þessum vetrarbrautasamruna þar sem öll rauðbleiku svæðin eru virk stjörnumyndunarsvæði, svipuð og Sverðþokan í Óríon, nema miklu stærri.

heic0615a.jpg

Síðar kemur þriðja stóra þyrilþokan til sögunnar, Messier 33 eða Þríhyrningsþokan. Þegar hún rennur saman við Mjólkurmedu — blöndu Andrómedu og okkar vetrarbrautar (Milky Way) — gæti áreksturinn líkst Centaurus A:

eso1221a.jpg

Að lokum mælum við með nýjasta vefvarpi Hubblecast um þessar hugmyndir. Þú getur smellt á CC merkið til að fá íslenskan texta!

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verður ekki Sólin komin á endastöð í sínum ferli og allt líf á Jörðinni liðið undir lok þegar þarna kemur sögu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2012 kl. 21:09

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jú, jú Guðirnir verða ábiggilega búnir að slökkva á þeirri glóperu þá, Axel Jóhann því annars lenda þeir í ónáð hjá Evrópusambandinnu. 

En sumir segja að það sé líf eftir dauðan, en það er alltaf slæmt að vita ekki á hvaða stein á að hoppa næst.

Takk fyrir athyglisverð líkön, fylgist venjulega með án afskipta.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.6.2012 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband