Beinar útsendingar á netinu - Allir velkomnir að Perlunni

Því miður virðist sem veðrið muni setja strik í reikninginn hjá okkur á Íslandi fyrir síðustu þvergöngu Venusar á 21. öld. Stjörnuáhugafólk víða um land mun engu að síður freista gæfunnar og reyna að sjá eitthvað. Við bendum áhugasömum á að setja sig í samband við tengiliðina okkar.

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness verður við Perluna upp úr klukkan níu í kvöld með ýmsa sjónauka og búnað til að fylgjast með atburðinum. Þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir. 

Stjörnuáhugafólk á Akureyri ætlar að hittast kl. 20:00 á bílastæðinu við Möðruvelli við Þórunnarstræti (raungreinahús Menntaskólans á Akureyri). Haldið verður út fyrir bæinn því fjöll byrgja sýn til sólar frá Akureyri. Gera má ráð fyrir að það verði nóg af lausum sætum í bílum fyrir þá sem koma ekki á bíl.

Ef við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir skýjum er hægt að fylgjast með beinum vefútsendingum, t.d. á eftirfarandi vefsíðum:

Ef við missum af þessari þvergöngu er önnur enn merkilegri þann 5. janúar árið 2014. Þá gengur jörðin fyrir sólina... séð frá Júpíter!

Stjörnufræðingar með Jay Pasachoff í broddi fylkingar (hann heimsótti Ísland í fyrra og hélt fyrirlestur á vegum Stjörnuskoðunarfélagsins í Háskóla Íslands) hefur sótt um tíma í Hubblessjónaukanum til að fylgjast með þeim atburði. Þá er ætlunin að skoða sólarljósið sem berst í gegnum lofthjúp jarðar og endurvarpast af Júpíter! Flóknar mælingar en samskonar verða gerðar í kvöld þegar Hubble verður beint að tunglinu.

- Sævar Helgi


mbl.is Þverganga ástarstjörnunnar verður falin flestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit einhver hvort hægt sé að kaupa sólarfilter filmu fyrir sjónauka hér á höfuðborgarsvæðinu? :)

Stefán Reynir Heimisson (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 10:05

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Sjónaukar.is voru og eru með sólarsíur fyrir sjónauka en flestar eru uppseldar eftir mikla eftirspurn. Það er til ein stærð af síu en það fer eftir sjónaukanum hvort hún passar. Sú sía er fyrir sjónauka sem hafa 130-140mm utanmál.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 5.6.2012 kl. 11:38

3 Smámynd: Hilmar Örn

hvað verður opið lengi í perlunni? og er hægt að fá gleraugu þar? endilega svara sem fyrst er að spa í að keyra í bæinn tils að sjá, takk fyrir.

Hilmar Örn, 5.6.2012 kl. 23:19

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta var mjög skemmtilegt og gott framtak hjá ykkur að bjóða fólki að skoða. Ég hafði gaman af því, takk kærlega fyrir mig. Tók upp á símann hjá mér stemminguna við Perluna.

http://www.youtube.com/watch?v=mOARNdyCpHk

Theódór Norðkvist, 6.6.2012 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband