Gullfalleg mynd af einu dularfyllsta tungli sólkerfisins

titan_cassini_raw_20120606_hi-phase_polar-cap.jpg

Mynd: NASA / JPL / SSI / Emily Lakdawalla

Sá þessa gullfallegu mynd á bloggi Emily Lakdawalla hjá Planetary Society. Mér finnst hún svo falleg að ég bara varð að deila henni með ykkur. 

Þetta er tunglið Títan, stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins og eina tunglið í sólkerfinu sem hefur þykkan lofthjúp. Á yfirborðinu er 180 stiga frost. Þar rignir metani sem safnast saman í læki, ár og stöðuvötn — til dæmis heitir eitt þeirra Mývatn

Þessa mynd tók Cassini geimfar NASA þann 6. júní síðastliðinn. Þegar myndin var tekin var sólin á bak við Títan. Við sjáum sólarljósið umlykja hnöttin. Þarna horfum við á öll sólsetur og sólarupprásir á Títan í einu. Neðst á myndinni sést lítil íshetta á suðurpóli Títans.

Mikið búum við í fallegum alheimi — og þvílík forréttindi að fá að njóta fegurðinnar!

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Sævar Helgi.

Bestu þökk fyrir að vekja athygli
á fylgihnetti Saturnusar, Títan.

 Á vefsíðu Cassini Solstice Mission: About Saturn & Its Moons
http://saturn.jpl.nasa.gov/science/index.cfm?SciencePageID=91
er gerð góð grein fyrir Títan ásamt og með velgerðu myndskeiði
af því er hugsanlega ber fyrir sjónir á Títan:
http://saturn.jpl.nasa.gov/multimedia/flash/Titan/index.html

Án þess að bráðnauðsynlegt sé að svara þeirri spurningu
þá langar mig samt til að spyrja hliðvörð bloggs þessa
hvort hann sjái hrynjandi/hljóm/takt/slátt/æðaslátt
með allri sköpun eða þess sem er eða virðist vera?

Húsari. (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 06:26

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir þetta Húsari og takk fyrir vísanirnar á vefsíðurnar. Það væri gaman að fá fleiri geimför til að skoða þennan spennandi hnött.

Ég skal ekki segja um sköpun á heiminum, það gæti auðvitað vel verið en ég er persónulega ekki mjög trúaður á það. Það er vissulega hrynjandi/hljómur/taktur í veröldinni — ég myndi kalla það lögmál eðlisfræðinnar. Í allri þessari víðáttu eru þau alls staðar eins.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 20.6.2012 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband