Geimferðaáætlun Indverja

Geimferð Indverja til Mars kostar hvern Indverja tæplega tíkall, dreift yfir nokkurra ára tímabil (kannski tvær til þrjár krónur á ári). Til samanburðar kostar indverski herinn hvern Indverja 5700 kr... á ári!

Indverjar verja sem nemur 46,8 milljörðum dala (5700 milljörðum íslenskra króna) í hernað en 1,2 milljörðum dala (150 milljörðum króna) í geimvísindi. Heildarútgjöld Indverska ríkisins er 269.800 milljarðar bandaríkjadala svo geimvísindin eru aðeins 0,000004% af heildarútgjöldunum. 

Ég veit hvar ég myndi byrja að skera niður til að berjast gegn fátækt í landinu.

Geimferðaáætlun Indverja er rétt að slíta barnsskónum. Árið 2008 sendu þeir á loft sinn stærsta leiðangur til þess, tunglkannan Chandrayaan-1. Með Chandrayaan 1 gerðu menn eina stærstu uppgötvun seinni ára um tunglið: Hringrás vatns við yfirborð þess. Leiðangrinum lauk í ágústlok 2009.

tmc-polar-region.jpg

Mynd af yfirborði tunglsins sem tekin var með Chandrayaan-1 geimfari Indverja. 

Chandrayaan-2 er næsta skref fram á við hjá Indverjum í tunglrannsóknum. Því geimfari verður skotið á loft árið 2014 og samanstanda af brautarfari og tungljeppa. Þessi leiðangur er líka hræódýr.

Í nóvember 2013 hyggjast Indverjar svo senda á loft Marskannann Magnalyaan. Um borð verða tíu mælitæki, þar á meðal myndavél og metannemi en tilvist metans á Mars er ein helsta ráðgáta reikistjörnunnar um þessar mundir. Indverjar hyggja einnig á leiðangur til Venusar árið 2015. Það er því margt spennandi framundan í geimrannsóknum Indverja.

Það er frábært að Indverjar skuli vera að koma öflugir inn í geimrannsóknir. Þeir eiga fjölmarga góða vísindamenn og verkfræðinga sem fá nú verkefni í eigin landi, öllum til hagsbóta. Þannig efla þeir menntunarstig þjóðarinnar og nýsköpun enda er verið að fjárfesta í hugviti landsmanna. Geimvísindi eru eitthvað sem allar þjóðir ættu að taka þátt í. Fátt vekur að minnsta kosti jákvæðari athygli á þjóðunum en afrek í vísindum. 

Við Íslendingar ættum nú að drífa okkur að sækja um í ESA, Geimvísindastofnun Evrópu.

- Sævar Helgi


mbl.is Indverjar ætla til Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband