Ástarstjarnan og Hringadróttinn dansa tangó á morgunhimninum

Þeir sem taka daginn snemma nú í lok nóvember munu sjá ástarstjörnuna Venus og hringadróttinn Satúrnus stíga tignarlegan dans, lágt á morgunhimninum.

Þessa dagana er tvíeykið í suðaustri rétt fyrir sólarupprás. Venus rís á undan Satúrnusi en ef þú fylgist með þeim næstu daga, sérðu að Venus er á hraðferð neðar á himininn og nálgast Satúrnus.

Samstaðan verður glæsilegust milli 25. og 28. nóvember. Hún nær hámarki þriðjudagsmorguninn 27. nóvember, þegar innan við ein gráða skilur á milli þeirra á suð-austurhimninum.

screen_shot_2012-11-20_at_3_32_56_pm.png

Ef þú átt góðan handsjónauka er tilvalið að beina honum að parinu.

Þeir sem eiga stjörnusjónauka eiga von á góðu. Hringar Satúrnusar blasa við, eitthvað það allra fegursta sem hægt er að sjá himninum.

Rétt fyrir ofan fylgist Axið, stjarnan Spíka í Meyjunni, með sýningunni. Hún er bjartasta stjarna Meyjunnar og í um 260 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Við sjáum hana sem sagt eins og hún leit út árið 1752.

Fjallað er um þetta í nýjasta þætti Sjónaukans.

Sjónaukinn - 2. þáttur - Horft til himins í nóvember from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

Horfið til himins!

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband