Svona er að fljúga í kringum tunglið

Fyrir skömmu var bundinn endir á leiðangur GRAIL geimfara NASA, þegar þau voru látin rekast á fjall á tunglinu.

Fáeinum dögum fyirr áreksturinn tóku geimförin myndir af yfirborði tunglsins úr 10 km hæð, svipað flughæð farþegaþota. Einhvern veginn svona væri tilfinningin að fljúga í kringum þennan næsta nágranna okkar ígeimnum:

Glæsilegt, ekki satt?

Aðeins örfáir menn hafa séð þetta með eigin augum. Vonandi verður bætt úr því í náinni framtíð.

- Sævar Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eiginlega merkilegast við þetta hvað tunglið er "örótt" eftir loftsteina.  Sjálfsagt hafa þeir fallið á afar löngum tíma en ef þetta er eitthvað hliðstætt á móður jörð þá eigum við adrúmsloftinu mikið að þakka að draga eitthvað úr þessu loftsteinaregni,einn blossi á næturhimninum hér myndi þá væntanlega tákna eina litla holu (ef steinninn fellur á land) hér ef ekki kæmi til mótstaða loftsins!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 08:41

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Þetta eru fínar pælingar hjá þér!

Talið er að flestir loftsteinagígarnir á tunglinu (að minnsta kosti hinir stærri) hafi orðið til um svipað leyti, fyrir ca. 3,9 milljörðum ára í svokallaðri Síðbúnu risaárekstrarhrinu. Síðan hafa vissulega myndast ótal gígar, t.d. Tycho sem er svo áberandi á tunglinu en hann varð til fyrir um 100 milljónum ára.

Lofthjúpurinn á jörðinni verndar okkur vissulega en flekahreyfingar, veðrun og rof og eldvirkni hefur afmáð næstum alla loftsteinagíga af yfirborðinu. Þar sem jörðin er fjórum sinnum stærri en tunglið hefur hún orðið fyrir miklu fleiri loftsteinum og smástirnum en tunglið.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 16.1.2013 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband