3.2.2013 | 10:55
Hvers vegna bera gígar á Merkúríusi nöfn Íslendinga?
Segja má að könnun sólkerfisins séu landafundir nútímans. Sífellt finnast ný fyrirbæri í sólkerfinu sem gefa þarf nöfn. En hvernig stendur á því að gígur á Merkúríusi er nefndur eftir íslenskri myndlistarkonu á meðan annar gígur á Mars ber nafn lítils bæjarfélags á Íslandi eða frægs vísindamanns? Hvers vegna er Mývatn líka að finna á Satúrnusartunglinu Títan?
Laugardaginn 9. febrúar næstkomandi mun ég flytja fyrirlestur á vegum Nafnfræðifélagsins sem nefnist Örnefni í sólkerfinu. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands og hefst klukkan 13:15
Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær reglur, hefðir og þemu sem gilda um örnefni í sólkerfinu og hver það eru sem gefa stöðunum nöfn.
Allir hjartanlega velkomnir!
- Sævar Helgi
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sævar Helgi
Varðandi íslenska nafnið á reikistjörnunni, þá finnst mér Merkúr fallegra en Merkúríus. Eiginlega íslenskara, eða þannig...
Með góðri kveðju,
Ágúst H Bjarnason, 3.2.2013 kl. 15:01
Hvaða merkúrur eru þetta Ágúst? Ertu ekki kúríus?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.2.2013 kl. 16:49
Ég get mér til, að listakonan íslenska, sem er orðin að örnefni á Merkúr, hafi verið svo bólugrafin, að gígaröðin hafi þess vegna verið nefnd eftir henni. Annað kemur hins vegar til greina, en það vil ég helst ekki nefna á þessum síðustu og heilögustu tímum kvenfrelsis og öfgafemínisma.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.2.2013 kl. 16:53
Vilhjálmur.
Ef þú gúglar [Merkúr site:is] þá færð þú 12.300 tilvísanir.
Ef þú gúglar [Merkúríus site:is] þá færð þú 8.840 tilvísanir.
Þannig svarar Google frændi í kvöld, að minnsta kosti þegar ég spyr hann.
Sem sagt, Merkúr virðist algengara en Merkúríus á Íslandi.
Ágúst H Bjarnason, 3.2.2013 kl. 19:32
Sæll Ágúst
Ég verð að vera ósammála þér með Merkúr og Merkúríus. Mér finnst Merkúríus fallegra en það er auðvitað bara mín persónulega skoðun. Ég man ekki hvar ég sá Merkúríus fyrst en mér hefur af einhverjum ástæðum alltaf þótt það hljóma betur en hitt.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.2.2013 kl. 19:52
Tek það líka fram að mér er nokk sama hvort fólk notar Merkúr eða Merkúríus. Bæði gengur upp og það er bara fínt ;)
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 4.2.2013 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.