4.2.2013 | 19:36
Curiosity notar borinn í fyrsta sinn og tekur aðra sjálfsmynd
Ó-mæ-vá!
Túristinn Curiosity sendi okkur þetta góðgæti í dag frá Mars, sjálfsmynd númer 2, nú frá Yellowknife flóa þar sem jeppinn er að undirbúa boranir.
Borvélin er listasmíð eins og allt annað á jeppanum. Á honum eru tvær stangir eða nemar sem er þrýst á grjótið með 300-400 Newtona krafti; ekki ósvipuðum krafti og ef maður leggur lófana ofan á borð og reynir að lyfta sér upp. Þannig nær jeppinn góðu taki á grjótinu sem minnkar líkurnar á að hann renni til við borunina. Þetta sést ágætlega hér undir:
Svona lítur borvélin út:
Fyrir örfáum dögum var hann notaður í fyrsta sinn og var þá þessi örlitla hola gerð:
Mynd: NASA/JPL-Caltech/MSSS
Ljósa æðin er sennilega vatnað kalsíum súlfat, gifs, sem við fjölluðum um í annarri bloggfærslu. Myndin var tekin með MAHLI smásjánni.
Á næstu dögum verða boraðar fleiri holur, allt að 5 cm djúpar. Borinn mylur bergið og býr þannig til sýni sem svo verður flutt í efnagreiningartækin SAM og Chemin.
Fjöllum betur um það síðar.
- Sævar Helgi
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.